
Hekla
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Ora. Allt eru þetta framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.
Hjá Heklu starfar samstilltur hópur reyndra starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf.
Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum.
Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.
Nýjar höfuðstöðvar Heklu í Garðabæ eru í mótun, þar sem áhersla verður lögð á fyrsta flokks starfsaðstöðu og gott vinnuumhverfi. Vonir standa til að nýtt húsnæði verði tekið í notkun í lok árs 2025.

Verkfæravörður
Við hjá Heklu leitum að handlögnum verkfæraverði til þess að starfa með okkur til framtíðar á verkstæði fyrirtækisins. Hjá Heklu er frábært samstarfsfólk, góð vinnuaðstaða, frábært mötuneyti
Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga 8:00-17:00 og föstudaga frá 8:00-15:40
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og skráning verkfæra
- Viðhald og skráning búnaðar
- Skráning tæminga úrgangsefna verkstæðis
- Hálkuvarnir gönguleiða í kringum húsnæði
- Þrif og önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskiptarhæfni
- Þekking á stöðlum framleiðenda
- Grunnþekking á uppbyggingu bíla
- Góð tölvuþekking
- Handlagni
Fríðindi í starfi
Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á frábært mötuneyti. Íþróttastyrk ásamt árlegum heilsufarsmælingum og bólusetningu. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins og systurfélögum (Stilling ehf og Dekkjasalan ehf).
Auglýsing birt31. október 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 174A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraHeiðarleikiJákvæðniMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

Við erum að bæta við í verkstæðisteymi Heklu!
Hekla

Bílaflotastýri hjá Hopp Reykjavík
Hopp Reykjavík ehf

Þjónusturáðgjafi Kia, Honda og Xpeng
Bílaumboðið Askja

Kranabílstjóri á nýjan kranabíl
Ísbor ehf

Bifvélavirki á sérhæfðu Mercedes-Benz og smart bílaverkstæði
Bílaumboðið Askja

Verkstæðismaður
Steypustöðin

Bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Framkvæmdastjóri - Vélabær ehf.
Hagvangur

Mechanic required
V12 Auto ehf.

Viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði - vélaverkstæði Reyðarfirði
Vegagerðin

Bifvélavirki, vélvirki
Bílaverkstæði Hjalta ehf