

Bifvélavirki á sérhæfðu Mercedes-Benz og smart bílaverkstæði
Við leitum að bifvélavirkja með sveinspróf til að ganga til liðs við sérhæfðan og öflugan hóp á fólksbílaverkstæðiMercedes-Benz og smart. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða í húsnæði Öskju við Krókháls 11 í Reykjavík.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
- Krefjandi bilanagreiningar og notkun sérhæfðra tölvugreiningartækja
- Sérhæfð viðhalds- og viðgerðarvinna í samræmi við gæðastaðla Mercedes-Benz og smart
- Framkvæmd þjónustuskoðana eftir stöðlum framleiðanda
- Sveinspróf í bifvélavirkjun er skilyrði
- Sterk tölvukunnátta og áhugi á tækninýjungum
- Rík þjónustulund og vilji til að veita úrvals þjónustu
- Sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð
- Vertu hluti af hratt vaxandi, alþjóðlegu fyrirtæki með þekkt bílamerki
- Starfaðu með stuðningsríku og samvinnuþýðu teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, fjölbreytileika og faglegt vinnuumhverfi
- Tækifæri til að þróa feril þinn innan alþjóðlegs fyrirtækis
 Enska
Enska Íslenska
Íslenska










