Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja

Þjónustufulltrúi Innri þjónustu

Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna starfi þjónustufulltrúa í innri þjónustu Öskju. Innri þjónusta samanstendur af þjónustuveri Öskju, innri bílaleigu, Öskjuskutlu og gestgjöfum Mercedes Benz. Um er að ræða framtíðarstarf þar sem verkefnin eru fjölbreytt og tengjast öllum deildum innri þjónustu Öskju.

Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Úrvinnsla fyrirspurna frá viðskiptavinum
  • Bakvinnsla verkstæðis
  • Móttaka og aðstoð við viðskiptavini
  • Tilfallandi verkefni á þjónustusviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. Nám eða starfsreynsla í bílgreinum er kostur
  • Reynsla af þjónustustörfum, þjónustulund og samskiptahæfni
  • Þekking og áhugi á bílum  
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Ökuréttindi og góð ökufærni. Meirapróf er kostur
  • Íslensku- og enskukunnátta
Af hverja Askja?
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Samkeppnishæf kjör
  • Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
  • Allir hafa rödd sem hlustað er á
  • Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða 
Auglýsing birt21. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.ÚtkeyrslaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar