

Sala & Vöruþróun í Norðurlöndunum
Við erum að leita eftir áreiðanlegum einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfni og er glöggur með tölur. Framtakssemi og framkvæmdagleði er mikilvæg. Álag getur verið all nokkuð og gott að einstaklingur vinni vel undir pressu. Verið er að leita eftir framtíðar starfsmanni sem langar að vinna innan þessa geira.
Hugmyndin er að geta tekið ábyrgð á verkefnum og unnið náið með sölustjóra og haft utanumhald með sölu, túraframkvæmd og vöruþróun í fyrirtækinu ásamt alls kyns spennandi verkefnum.
Luxury Adventures hefur sérhæft sig í sérsniðnum ferðum í Norðurlöndunum síðan 2003.
Einstaklingur þarf að vera öruggur með Excel.
Sala og túraframkvæmd gefa skemmtileg tækifæri til að vinna með alls kyns erlendum ferðaskrifstofum. Vöruþróun er mjög gefandi þar sem verið er að búa til nýjar vörur í öllum Norðurlöndunum sem eru svo áframseldar til erlendra ferðaskrifstofa. Og þegar tími gefst eru ýmis önnur verkefni sem falla til.
Luxury Adventures vinnur bæði með einstaklinga, fjölskyldur og hópa ýmiss konar.
Unnið er á skrifstofu í Kópavogi.
Excel vinnsla.
Skipulag.
Talnagleggni.
Góð enskukunnátta og reynsla að vinna í Excel er skilyrði.
Símakostnaður borgaður.
Hádegismatur niðurgreiddur.













