Linde Gas
Linde Gas

Þjónustufulltrúi

Linde Gas á Íslandi óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa til starfa á skrifstofu sinni. Leitað er að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á lifandi vinnustað. Viðkomandi einstaklingur verður hluti af fjögurra manna teymi innan þjónustudeildarinnar þar sem unnið er saman að því að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja hnökralausa starfsemi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka og samskipti við viðskiptavini í gegnum síma og tölvupóst
  • Afgreiðsla pantana og tryggja nákvæma skráningu og eftirfylgni eftir þörfum
  • Veita greinagóðar upplýsingar um vörur og þjónustu fyrirtækisins
  • Vinna í samstarfi við birgja við að samræma sendingar og afhendingar til viðskiptavina
  • Reikningagerð, greiðslur og önnur tilfallandi skrifstofustörf
  • Samvinna með innlendum og erlendum samstarfsaðilum til að tryggja hnökralausa starfsemi

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Lausnamiðuð hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og geta til að bregðast hratt við aðstæðum
  • Góð almenn tölvukunnátta og reynsla SAP er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli

Um Linde Gas ehf.

Linde Gas ehf. er hluti af The Linde Group, sem er leiðandi gasfyrirtæki með um 68.000 starfsmenn og er stærsti framleiðandi af gasi í heiminum. Linde vinnur bæði með lyfja- og líftæknifyrirtækjum, járn- og stáliðnaði, matvælaiðnaðinum og heilsugeiranum. Öll framleiðsla verksmiðjunnar er fyrir iðnað þar sem mikilla gæða er krafist. Hjá Linde á Íslandi starfa um 35 manns og er skrifstofan staðsett í Hafnarfirði.

Linde býður upp á góða starfsþjálfun og góð starfsskilyrði með mikla áherslu á öryggi og vellíðan starfsfólks. Launakerfið býður upp á bónusgreiðslur.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2025. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á ensku þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) og Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur21. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Búðahella 8, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SAPPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar