

Hópstjóri á verkstæði
Hekla leita að öflugum aðila í teymi hópstjóra á verkstæði. Hópstjóri hefur yfirumsjón með daglegum störfum bifvélavirkja sem heyra undir hann. Hópstjóri er í samskiptum við viðskiptavini, ásamt því að bera ábyrgð á búnaði og aðstöðu. Viðkomandi tekur þátt í reglulegum teymis- og stjórnendafundum og miðlar upplýsingum áfram til starfsfólks.
Hjá Heklu er framúskarandi samstarfsfólk, góð vinnuaðstaða, frábært mötuneyti og öflugt fræðslustarf í nýjustu tækni frá Volkswagen group
Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga 8:00-17:00 og föstudaga frá 8:00-15:40
Hvetjum öll kyn til þess að sækja um.
- Skipulag og stjórnun verkefna á verkstæði
- Samskipti og tilboðsgerð til viðskiptavina
- Frágangur beiðna
- Pöntun varahluta
- Umsjón með ábyrgðarverkum
- Gæðaeftirlit á verkum
- Eftirlit með verkskráningum
- mannaflagreining
- Teymisvinna
- Sveinspróf í bifvélavirkjun, meistarpróf kostur
- 3-5 ára reynsla af bifvélavirkjun skilyrði
- Víðtæk þekking á tæknilegri virkni og uppbyggingu bíla
- Góð þekking á kröfum framleiðanda
- Góð tölvuþekking
- Leiðtogahæfni og frumkvæði
- Umbóta- og lausnamiðuð hugsun
- Framúrskarandi samskiptarhæfni
- Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
- Jákvætt viðhorf og rík þjónustulund
- Góð hæfni í jafningjastjórnun
Hjá Heklu starfar samhentur hópur fólks. Við bjóðum upp á frábært mötuneyti. Íþróttastyrk ásamt árlegum heilsufarsmælingum og bólusetningu. Starfsfólk nýtur afsláttarkjara á vörum og þjónustu fyrirtækisins og systurfélögum (Stilling ehf og Dekkjasalan ehf).
Íslenska
Enska










