Securitas
Securitas
Securitas

Tæknisnillingur í vél- og hugbúnaði

Ertu næsti liðsfélagi okkar?

Securitas á höfuðborgarsvæðinu leitar að öflugum tæknimanni til að styrkja teymið okkar. Við bjóðum upp á vinnuumhverfi þar sem samvinna, fagmennska og jákvæðni eru í forgrunni. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem tengjast lagnavinnu, uppsetningu, forritun, bilanagreiningu og viðhaldi á aðgangs- og vöruverndarhliðum ásamt öðrum kerfum deildarinnar. Þú munt vinna bæði sjálfstætt og í nánu samstarfi við reynslumikið teymi þar sem lausnamiðuð hugsun og þjónustulund skipta máli.

Ef þú...

  • Hefur brennandi áhuga á tækni og nýjungum
  • Sýnir frumkvæði og metnað til að takast á við krefjandi verkefni
  • Býrð yfir framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Býrð yfir mjög góðri tölvuþekkingu
  • Hefur gott vald á talaðri og skrifaðri íslensku
  • Ert handlagin/nn og lausnamiðuð/aður

... þá erum við að leita af þér!

Sveinspróf í vélvirkjun eða rafvirkjun er kostur, en önnur iðnmenntun eða reynsla í sambærilegum verkefnum kemur einnig til greina.

Í boði er fullt starf sem hentar öllum kynjum sem eru með hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini. Vinnutími er 08:00–16:00 mánudaga til fimmtudaga og styttingu vinnuvikunnar á föstudögum

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Andri Stefánsson, deildarstjóri, í síma 580-7000.

Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tunguháls 11, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar