
HS Veitur hf
HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hjá HS Veitum starfa um 100 starfsmenn á fjórum starfstöðvum sem sinna margvíslegum störfum. Fyrirtækið þjónar mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og eru íbúar á veitusvæði HS Veitna rúmlega 84 þúsund.
Í fyrirtækinu ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild og virðingu í samskiptum.

Verkstjóri rafmagns á Suðurnesjum
HS Veitur leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf verkstjóra rafmagns á Suðurnesjum.
Verkstjóri rafmagns ber ábyrgð á stjórnun framkvæmdaflokka, yfirumsjón með viðgerðum og daglegum rekstri, viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum rafveitukerfa á Suðurnesjum. Verkstjóri vinnur náið með svæðisstjóra að hagkvæmum og öruggum rekstri dreifiveitunnar og góðri þjónustu við viðskiptavini á veitusvæðinu.
Viðkomandi þarf að hafa góða stjórnunar- og samskiptahæfileika og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og stuðningur við starfsfólk framkvæmdaflokka
- Skipulagning rekstrar, nýframkvæmda, viðgerða og viðhaldsverkefna
- Aðgerðastjórn vegna bilana eða vegna framkvæmda í veitukerfi
- Tryggja öryggi á verkstað og að öryggisstöðlum sé fylgt
- Samskipti og eftirfylgni vegna verka sem unninn eru af ytri verktökum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í rafvirkjun eða rafiðnfræðingur
- Reynsla af vinnu við veitukerfi er kostur
- Reynsla af stjórnun og leiðtogahæfileikar
- Áhugi á að byggja upp og viðhalda góðri öryggismenningu
- Þjónustulund, samskiptahæfni og skipulagshæfileikar
- Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi
Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Brekkustígur 36, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
LeiðtogahæfniÖkuréttindiRafvirkjunRafvirkjunSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðVinna undir álagiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Tæknisnillingur í vél- og hugbúnaði
Securitas

Electrical Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Sérfræðingur í rekstri stjórn- og varnarbúnaðar
Landsnet hf.

Hópstjóri sérhæfðs viðhalds
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Rafvirki
Raf-X

Tæknimaður HljóðX lausna
HljóðX

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Rafvirki með reynslu, fjölbreytt verkefni
Lausnaverk ehf

Verkstjóri / Verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Smiðir og blikksmiðir óskast í vinnu
Borg Byggingalausnir ehf.

Rafvirki
Statik