HS Veitur hf
HS Veitur hf
HS Veitur hf

Verkstjóri rafmagns á Suðurnesjum

HS Veitur leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf verkstjóra rafmagns á Suðurnesjum.

Verkstjóri rafmagns ber ábyrgð á stjórnun framkvæmdaflokka, yfirumsjón með viðgerðum og daglegum rekstri, viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum rafveitukerfa á Suðurnesjum. Verkstjóri vinnur náið með svæðisstjóra að hagkvæmum og öruggum rekstri dreifiveitunnar og góðri þjónustu við viðskiptavini á veitusvæðinu.

Viðkomandi þarf að hafa góða stjórnunar- og samskiptahæfileika og kunnáttu til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og stuðningur við starfsfólk framkvæmdaflokka
  • Skipulagning rekstrar, nýframkvæmda, viðgerða og viðhaldsverkefna
  • Aðgerðastjórn vegna bilana eða vegna framkvæmda í veitukerfi
  • Tryggja öryggi á verkstað og að öryggisstöðlum sé fylgt
  • Samskipti og eftirfylgni vegna verka sem unninn eru af ytri verktökum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í rafvirkjun eða rafiðnfræðingur
  • Reynsla af vinnu við veitukerfi er kostur
  • Reynsla af stjórnun og leiðtogahæfileikar
  • Áhugi á að byggja upp og viðhalda góðri öryggismenningu
  • Þjónustulund, samskiptahæfni og skipulagshæfileikar
  • Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi
Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Brekkustígur 36, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar