

Umsjón með bílaflota Orkuveitunnar
Við leitum að jákvæðri og lausnamiðaðri manneskju með mikla þjónustulund til að vera í lykilhlutverki í þjónustu gagnvart starfsfólki Orkuveitunnar og dótturfélaga.
Býrð þú yfir mikilli þjónustulund, frumkvæði og útsjónarsemi og hefur þekkingu á bílum og sérstaklega rafmagnsbílum? Þá viljum við heyra frá þér. Í starfinu reynir á greiningarfærni og þér þarf að finnast gaman að vinna með gögn t.d. tengd millideildarsölu. Góð samskiptafærni og haldbær tölvukunnátta er nauðsynleg til að ná árangri í þessu starfi og er reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur. Gild ökuréttindi eru skilyrði.
Hjá okkur eru bílar í fastri leigu hjá dótturfélögum en einnig á móðurfélagið Orkuveitan bíla í eigin eigu sem eru til staðar fyrir starfsfólk, sú umsýsla heitir bílamiðlun. Við sjáum um að þjónusta bæði fasta leigu og bílamiðlun.
- Umsjón bílaflota bílamiðlunar (sjá til þess að bílarnir okkar séu í standi, sjá um dekkjaskipti, panta þjónustu og annað tilfallandi).
- Ráðgjöf til starfsfólks varðandi bíla í langtímaleigu til dótturfélaga.
- Aðstoða fólk við að bóka bíla innanhúss.
- Úrvinnsla verkbeiðna.
- Yfirferð á reikningum og reikningasamþykktir.
- Milliliður í sölu og kaupum á bílum Orkuveitunnar.
- Milliliður fyrir sérútbúinn búnað í bíla.
- Geta aðstoðað við umsjón fasteigna, þ.m.t. við aðgangsstýringar, brunaviðvörun og hússtjórnarkerfi.
Íslenska
Enska










