Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Umsjón með bílaflota Orkuveitunnar

Við leitum að jákvæðri og lausnamiðaðri manneskju með mikla þjónustulund til að vera í lykilhlutverki í þjónustu gagnvart starfsfólki Orkuveitunnar og dótturfélaga.

Býrð þú yfir mikilli þjónustulund, frumkvæði og útsjónarsemi og hefur þekkingu á bílum og sérstaklega rafmagnsbílum? Þá viljum við heyra frá þér. Í starfinu reynir á greiningarfærni og þér þarf að finnast gaman að vinna með gögn t.d. tengd millideildarsölu. Góð samskiptafærni og haldbær tölvukunnátta er nauðsynleg til að ná árangri í þessu starfi og er reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur. Gild ökuréttindi eru skilyrði.

Hjá okkur eru bílar í fastri leigu hjá dótturfélögum en einnig á móðurfélagið Orkuveitan bíla í eigin eigu sem eru til staðar fyrir starfsfólk, sú umsýsla heitir bílamiðlun. Við sjáum um að þjónusta bæði fasta leigu og bílamiðlun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón bílaflota bílamiðlunar (sjá til þess að bílarnir okkar séu í standi, sjá um dekkjaskipti, panta þjónustu og annað tilfallandi).
  • Ráðgjöf til starfsfólks varðandi bíla í langtímaleigu til dótturfélaga.
  • Aðstoða fólk við að bóka bíla innanhúss.
  • Úrvinnsla verkbeiðna. 
  • Yfirferð á reikningum og reikningasamþykktir.
  • Milliliður í sölu og kaupum á bílum Orkuveitunnar.
  • Milliliður fyrir sérútbúinn búnað í bíla.
  • Geta aðstoðað við umsjón fasteigna, þ.m.t. við aðgangsstýringar, brunaviðvörun og hússtjórnarkerfi.
Auglýsing birt12. nóvember 2025
Umsóknarfrestur26. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar