
Tandur hf.
Fyrirtækið Tandur var stofnað í Reykjavík þann 9. ágúst 1973.
Starfsemi fyrirtækisins snýst um framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum og búnaði til fyrirtækja og opinberra stofnana. Samhliða framleiðslu, sölu og innflutningi er mikil áhersla lögð á faglega og framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptaaðila.
Viðskiptavinum Tandur eru boðnar heildarlausnir varðandi þjónustu og vörur til hreinlætis. Má þar nefna gerð þrifaáætlana, uppsetningu sjálfvirkra skömmtunarbúnaða, reglulegt þjónustueftirlit, fræðslu, ráðgjöf og fjölda vöruflokka sem hafa með hreinsun og hreinlæti að gera.

Þjónustustjóri gæðakerfa
Tandur óskar eftir starfsmanni til að sinna starfi þjónustustjóra gæðakerfa.
Starfið felst að mestu leyti í viðhaldi og uppsetningu þrifaáætlana og efnalista, viðhald og uppsetning á rafrænu gæðaeftirlitskerfi.
Viðkomandi er í miklu samstarfi við aðila innahús sem og viðskiptavini. Skilyrði er að viðkomandi hafi framúrskarandi kunnáttu í íslensku og ensku.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald og uppsetning þrifaáætlana.
- Viðhald og uppsetning efnalista.
- Viðhald og uppsetning rafrænna gæðaeftirlitskerfa.
- Kynning og fræðsla til viðskiptavina.
- Öflun nýrra viðskiptavina.
- Þjónusta við núverandi viðskiptavini.
- Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi íslenskukunnátta - skilyrði.
- Góð enskukunnátta - skilyrði.
- Framúrskarandi þekking á Word.
- Góð almenn tæknikunnátta.
- Þekking á HACCP er kostur.
- Góð samskiptafærni.
- Skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegisverður
- Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur4. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hestháls 12, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sveriges ambassad söker assistent till ambassadören med delansvar för främjande
Sendiráð Svíþjóðar

Bókari - Klíníkin Ármúla
Klíníkin Ármúla ehf.

Innkaup
Bílanaust

Sérfræðingur í reikningshaldi – tímabundin afleysing vegna fæðingarorlofs
VÍS

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður í móttöku á Barnaspítala Hringsins
Landspítali

Gjaldkeri
Luxury Adventures

Tímabundið starf í viðskiptaþjónustu
Coca-Cola á Íslandi

Upplýsingatækni og markaðsmál
Kraftvélar ehf.

Sala & Vöruþróun í Norðurlöndunum
Luxury Adventures

Sérfræðingur í persónutjónum
VÍS

Starfsmaður á skrifstofu Útilífs
Útilíf

Verkefnastjóri á launadeild
Landspítali