VÍS
VÍS
VÍS

Sérfræðingur í reikningshaldi – tímabundin afleysing vegna fæðingarorlofs

Við leitum að sérfræðingi  í reikningshaldi í fjármáladeild VÍS í tímabundna afleysingu vegna fæðingarorlofs. Starfið felur í sér afstemmingar og færslu bókhalds ásamt vinnu við uppgjör og önnur fjölbreytt verkefni. Einnig eru samskipti við innri og ytri viðskiptavini stór partur af starfinu. 

Viðkomandi mun tilheyra hópi starfsfólks fjármála og þarf að búa yfir frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í vinnubrögðum.  

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afstemmingar og færsla bókhalds  fyrir VÍS og félög í samstæðu Skaga 

  • Vinna við árshluta og ársuppgjör  

  • Samskipti við ytri þjónustuaðila og önnur þjónusta við dótturfélög  

  • VSK skil og uppgjör á opinberum gjöldum  

  • Önnur tilfallandi verkefni í fjármálum  

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 

  • Haldgóð reynsla af bókhaldi og uppgjörum skilyrði 

  • Reynsla af bókhaldi og uppgjörum fjármálafyrirtækja kostur 

  • Þekking á SAP er kostur 

  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum 

  • Metnaður fyrir því að gera sífellt betur og vinna að umbótum 

  • Nákvæmni og góð tilfinning fyrir tölum 

  • Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku 

  • Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund 

Fríðindi í starfi
  • Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu 

  • Virkt starfsmannafélag sem veitir m.a. aðgang að orlofshúsum  

  • Árlegur líkamsræktarstyrkur 

  • Frábært mötuneyti 

  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna  

  • Heilsufarsskoðun, bólusetning og heilsueflandi fræðsla  

  • Tækifæri til þess að vaxa og dafna – í lífi og starfi 

Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar