
Verkefnastjóri reikningshalds
Fóðurblandan leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og úrlausnagóðum einstaklingi í fullt starf verkefnastjóra reikningshalds. Viðkomandi mun hafa yfirumsjón með bókhaldi félagsins, tryggja að vinnubrögð séu í samræmi við lög og reglur og framkvæma ýmsa uppgjörs- og greiningarvinnu. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri. Unnið er að því að sjálfvirknivæða ferla félagsins og spennandi verkefni framundan á því sviði.
-
Yfirumsjón og færsla bókhalds félagsins
-
Ábyrgð á skipulagi bókhalds og að vinnubrögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningsskilareglur
-
Skráning reikninga í samþykktarferli
-
Skil á virðisaukaskattskýrslum
-
Ýmis uppgjörs- og greiningarvinna í Excel og PowerBI
-
Samskipti við endurskoðendur vegna ársreiknings
-
Ráðgjöf og stuðningur við notendur fjárhagskerfis BC
-
Þátttaka í fjárhagsáætlanagerð og innra eftirliti
-
Sjálfvirknivæðing bókhalds og ferla
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði, endurskoðunar eða skyldum greinum
-
Þekking og reynsla á færslu, skipulagningu og uppgjöri bókhalds er skilyrði
-
Þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil ásamt lögum um virðisaukaskatt er kostur
-
Reynsla af sambærilegu starfi ásamt birgðabókhaldi er kostur
-
Góð tölvukunnátta og færni í Excel er skilyrði
-
Tæknileg kunnátta og reynsla af sjálfvirknivæðingu bókhalds er kostur
-
Góð þekking og reynsla af Navision eða Business Central (BC) er skilyrði
-
Rík þjónustulund, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
-
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
-
Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
Íslenska
Enska


