Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Verkefnastjóri reikningshalds

Við leitum að verkefnastjóra sem hefur metnað til að ná árangri, vinnur sjálfstætt og býr yfir góðri samskiptahæfni. Ef þú hefur gaman af því að vinna með fólki og vilt taka þátt í að skapa jákvæð áhrif í öflugu teymi, þá er þetta starf fyrir þig.

Um fullt starf er að ræða en starfið heyrir undir fjármáladeild á stjórnsýslu- og fjármálasviði sem starfar þvert á önnur svið bæjarins. Fjármáladeild hefur í höndum fjárstýringu, reikningshald, yfirumsjón með fjárhagsáætlun, lánastýringu, umsjón með gjaldskrám og fleira.

Verkefnastjóri reikningshalds ber ábyrgð á bókhaldi Akraneskaupstaðar, stýrir bókhaldsvinnu sveitarfélagsins, gerð uppgjörs, þróun verkferla og stýringu fjárhagsupplýsingakerfa. Fjárhagskerfi Akraneskaupstaðar er Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með öllu bókhaldi Akraneskaupstaðar og stofnana bæjarins, eignakerfi, afstemmingu og annarri bókhaldsvinnu
  • Ábyrgð á skipulagi bókhalds og að vinnubrögð séu í samræmi við lög og viðurkenndar reikningsskilareglur
  • Yfirumsjón með skráningu reikninga og samþykktum þeirra
  • Yfirumsjón með virðisaukaskattsmálum
  • Ýmis uppgjörs- og greiningarvinna
  • Ábyrgð og umsjón með gerð árshlutauppgjöra og ársreikninga Akraneskaupstaðar og undirfyrirtækja
  • Samskipti við endurskoðendur vegna ársreiknings
  • Ráðgjöf og stuðningur við notendur fjárhagskerfis
  • Ábyrgð á stofnun notenda og aðgangsstýringu í BC
  • Þátttaka í fjárhagsáætlanagerð og innra eftirliti
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði, endurskoðunar eða skyldum greinum
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Þekking og reynsla á færslu, skipulagningu og uppgjöri bókhalds er skilyrði
  • Þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga ásamt lögum um virðisaukaskatt er kostur
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Góð tölvukunnátta og færni í Excel er skilyrði
  • Góð þekking og reynsla af Business Central (BC) er kostur
  • Rík þjónustulund, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
  • Góður og sveigjanlegur vinnustaður
  • 36 stunda vinnuvika
  • Heilsueflingarstyrkur
Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar