Icelandair
Icelandair
Icelandair

Stafrænn vöruhönnuður - Digital Product Designer

Við leitum að metnaðarfullum og hæfileikaríkum stafrænum vöruhönnuði sem passar vel inn í eitt af mörgum vöruteymum Icelandair. Stafrænn vöruhönnuður Icelandair leiðir alla viðmótshönnun og notendaupplifun í nánu samstarfi við vörustjóra teymisins og hönnunarteymi.

Vöruteymin eru byggð upp af framenda- og bakendaforriturum ásamt vörustjóra, sérfræðingi í textagerð, scrum-verkefnastjóra (e. Scrum master) og vöruhönnuð. Hvert vöruteymi vinnur í ákveðnu ferli í vegferð viðskiptavina Icelandair og eru verkefnin því fjölbreytt og áhugaverð. Verkefni í vöruteymunum eru unnin náið með ýmsum hagaðilum þvert á fyrirtækið til að ná þeim markmiðum vörunnar sem stuðla að bættri þjónustu við viðskiptavini Icelandair hverju sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Taka þátt í allri vöruþróun í vöruteymi, allri skipulags-, hugmynda og skissuvinnu.
  • Bera ábyrgð á allri viðmótshönnun (UI) og notendaupplifun (UX) í sínu vöruteymi.
  • Vera í nánu samstarfi við tæknileiðtoga, vörustjóra og aðra meðlimi vöruteymisins.
  • Nýta þær aðferðir og tól sem þarf hverju sinni til að tryggja framúrskarandi notendaupplifun og tryggja árangur vörunnar, t.d. notendaprófanir og viðtöl við notendur
  • Starfa náið með hönnunarteymi Icelandair í að þróa stafrænt útlit Icelandair ásamt hönnunarkerfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. viðmótshönnun, grafísk hönnun eða stafræn vöruhönnun.
  • 2-3 ára reynsla sem vöruhönnuður í vöruteymi eða vefhönnuður í sambærilegu starfi.
  • Góð þekking á Figma eða sambærilegum forritum.
  • Fyrirtaks samskiptahæfni og næmt auga fyrir smáatriðum.
  • Áhugi og vilji til að taka þátt í að móta uppbyggilegan teymisanda þar sem samvinna er lykilatriði.
  • Jákvætt og skapandi hugarfar, frumkvæði í starfi.

Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast til og með 2. apríl nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Hörður Ásbjörnsson, Design lead, [email protected]

Auður Sigvaldadóttir, People Manager, [email protected]

***

We are looking for an ambitious and talented digital product designer to join one of Icelandair's many product teams. Digital product designer at Icelandair leads all interface design and user experience in close collaboration with the team's product manager and design team.

The product teams are comprised of front-end and back-end developers along with a product manager, content specialist, scrum master, and product designer. Each product team works on a specific process in the Icelandair customer journey, making the projects diverse and interesting. Projects in the product teams are carried out in close cooperation with various stakeholders across the company to achieve the product goals that contribute to improved customer service.

Key responsibilities

  • Participate in all aspects of product development within the product team, including planning, ideation, and sketching.
  • Take ownership of the user interface (UI) and user experience (UX) design within the product team.
  • Collaborate closely with the tech lead, product manager, and other team members.
  • Use the necessary tools and methods—such as user testing and interviews—to ensure an outstanding user experience and the success of the product.
  • Work closely with Icelandair’s design team to help develop the digital look and feel of the brand, including its design system.

Qualifications and requirements

  • Relevant education in areas such as UI design, graphic design, or digital product design.
  • 2–3 years experience as a product designer within a product team or in a similar web design role.
  • Strong knowledge of Figma or similar tools.
  • Excellent communication skills and a keen eye for detail.
  • A collaborative mindset and enthusiasm for helping build a strong team spirit.
  • A positive, creative attitude, and the ability to take initiative.

Icelandair‘s policy promotes equality and diversity among employees and encourages individuals of all genders to apply.

Please submit your application along with a CV and cover letter no later than the 2nd of April.

For further information, please contact:

Hörður Ásbjörnsson, Design lead, [email protected]

Auður Sigvaldadóttir, People Manager, [email protected]

Auglýsing birt24. mars 2025
Umsóknarfrestur2. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FigmaPathCreated with Sketch.ÍmyndarsköpunPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.Notendaupplifun (UX)PathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vöruhönnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar