Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Þjónustuhönnuður

Viltu hanna framtíðarþjónustu borgarinnar?

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að metnaðarfullum þjónustuhönnuði í tímabundið starf til eins árs. Markmið starfsins er að hanna og bæta þjónustu borgarinnar með því að setja notendur í fyrsta sæti.

Reykjavíkurborg er einn stærsti og fjölbreyttasti þjónustuveitandi landsins. Þjónustuhönnuðir gegna lykilhlutverki í umbreytingu á þjónustu borgarinnar og taka þátt í að hanna þjónustur sem snerta líf allra borgarbúa. Unnið er í þverfaglegum teymum þar sem lögð er rík áhersla á öflugt teymisstarf, skapandi hugsun og notendamiðaða nálgun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sem þjónustuhönnuður munt þú ...

  • Taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem snúa að stafrænni vegferð borgarinnar, styðja við nýsköpun og bæta þjónustu við íbúa og starfsfólk. 
  • Vera hluti af teymi þjónustuhönnunar sem vinnur náið með vöruhönnuðum, notendarannsakendum, textasmiðum og forriturum.
  • Framkvæma notendarannsóknir með fjölbreyttum hópi notenda.
  • Vinna með eigindleg og megindleg gögn, setja þau í samhengi og gera skiljanleg fyrir helstu hagaðila.
  • Hanna og leiða vinnustofur til að dýpka skilning á upplifun íbúa og kortleggja þjónustuveitingu innan borgarinnar.
  • Búa til frumgerðir af nýjum lausnum og prófa þær með notendum.
  • Taka þátt í að innleiða nýjar þjónustur.
  • Vera boðberi skapandi hugsunar og aðferðarfræði þjónustuhönnunar.
Menntunar- og hæfniskröfur

Reynsla og hæfni

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á aðferðarfræði þjónustuhönnunar (e. service design) og geta til að nýta þá þekkingu í starfi
  • Reynsla af því að hanna og leiða vinnustofur
  • Hæfni til greiningar og miðlunar á gögnum
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla og hæfni til að vinna í teymi
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku

Aðrir góðir kostir

  • Fútt og sköpunarkraftur
  • Þekking á vinnuumhverfi hugbúnaðarþróunar
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður
  • Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika
Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á

  • Great place to work vottaðan vinnustað
  • Regnbogavottaðan vinnustaður
  • Tækifæri til að móta og þróa starfið 
  • 36 stunda vinnuviku
  • Sveigjanleika á vinnutíma
  • Heilsu - og samgöngustyrk
  • Sundkort og menningakort
Auglýsing birt27. mars 2025
Umsóknarfrestur10. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar