![KAPP ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/894d1e91-164d-4fc3-913d-426b1f6e375d.png?w=256&q=75&auto=format)
![KAPP ehf](https://alfredprod.imgix.net/cover/2c570a3c-b1b5-440b-bb89-ca62b102eedf.png?w=1200&q=75&auto=format)
Sölustjóri Evrópu
Vegna aukinna umsvifa óskar KAPP eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling til starfa á sölusvið félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður í höfuðstöðvum KAPP í Kópavogi og hjá KAPP Skaganum ehf á Akranesi.
Um 100% starfshlutfall er að ræða og tekur umfang, ábyrgð og vinnuskylda mið af því. Vegna eðli starfsins þarf starfsmaður að geta sinnt störfum utan hefðbundins vinnutíma og að geta ferðast umtalsvert á vegum félagsins, sem kann að vera allt að 75-100 dagar á ári.
KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað.
KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
Ábyrgð á sölumálum í Evrópu þvert á félögin KAPP ehf, KAPP Skaginn ehf og KAMI Tech Inc.
Ábyrgð á uppbyggingu sölumála í Evrópu, í samráði við aðra lykilstjórnendur sem og aðstoð við önnur söluverkefni utan Evrópu.
Ábyrgð á að afla sölutekna með sölu á tækjum og tæknilausnum, sem og þjónustu og varahlutum sem félögin hafa upp á að bjóða.
Stuðningur við sölustjóra og lykilstjórnendur við að annast sölumál félagsins í samræmi við stefnu og áætlanir þess.
Hlutverk sölustjóra er enn fremur að efla viðskiptatengsl við núverandi og nýja viðskiptavini ásamt því að greina þarfir þeirra og bjóða upp á faglega ráðgjöf og sölu.
Undir starfið fellur meðal annars að leiða og taka þátt í allri vinnu er kemur að:
- Sölumálum, þ.m.t. tilboðsgerð og sölusamningar, skráning þeirra og skjölun.
- Heimsóknir til viðskiptavina og móttaka viðskiptavina.
- Ráðgjöf um vörur, lausnir og þjónustu félagsins.
- Stuðningur við markaðsstjóra KAPP m.a. er kemur að auglýsingum og skipulagi á þátttöku á sölusýningum.
- Þáttaka í sölusýningum.
Starf Sölustjóra Evrópu heyrir undir Sölustjóra KAPP og Aðstoðarforstjóra KAPP.
- Háskólanám sem nýtist í starfi.
- Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla á sviði alþjóðlegra sölumála.
- Gott vald á MS Office lausnum of reynsla af Salesforce kostur.
- Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
- Góð íslensku- og enskukunnátta og fleiri tungumál kostur.
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
- Geta unnið undir álagi og reynsla af fjölbreyttu starfi kostur.
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![AB varahlutir - Akureyri](https://alfredprod.imgix.net/logo/25558671-a865-48c7-9472-2c92914e6ebd.png?w=256&q=75&auto=format)
![Danól](https://alfredprod.imgix.net/logo/8a30e4a5-c68d-431d-9c2a-1c0252846d2c.png?w=256&q=75&auto=format)
![ICEWEAR](https://alfredprod.imgix.net/logo/a3fa274c-4c2c-4258-bf98-99d68ecd99be.png?w=256&q=75&auto=format)
![PERFORM](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-8f72fa7e-885c-4dd3-867a-bce3f094951e.png?w=256&q=75&auto=format)
![Hreint ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-1b18c918-ba07-48be-a3a0-ae9aa4390421.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![SS - Sláturfélag Suðurlands](https://alfredprod.imgix.net/logo/f4402716-7093-4ed3-94ac-d1b5413d0316.png?w=256&q=75&auto=format)
![Rafvörumarkaðurinn](https://alfredprod.imgix.net/logo/154798e2-2577-42ad-836e-58a40be48ce0.png?w=256&q=75&auto=format)
![Eyesland Gleraugnaverslun](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-35e68e7e-2569-42f4-9f0b-c60c977b9277.png?w=256&q=75&auto=format)
![Augað gleraugnaverslun](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-ef32df8c-a671-43d8-9c11-37bd575f0c82.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Vinnupallar](https://alfredprod.imgix.net/logo/a02564c8-b0da-4ecb-aff6-26ed1eb57cd0.png?w=256&q=75&auto=format)
![Vinnupallar](https://alfredprod.imgix.net/logo/a02564c8-b0da-4ecb-aff6-26ed1eb57cd0.png?w=256&q=75&auto=format)
![Íspan Glerborg ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/d713352b-5684-494e-8605-bf2327705f49.png?w=256&q=75&auto=format)