KAPP ehf
KAPP ehf
KAPP ehf

Sölustjóri Evrópu

Vegna aukinna umsvifa óskar KAPP eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling til starfa á sölusvið félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður í höfuðstöðvum KAPP í Kópavogi og hjá KAPP Skaganum ehf á Akranesi.

Um 100% starfshlutfall er að ræða og tekur umfang, ábyrgð og vinnuskylda mið af því. Vegna eðli starfsins þarf starfsmaður að geta sinnt störfum utan hefðbundins vinnutíma og að geta ferðast umtalsvert á vegum félagsins, sem kann að vera allt að 75-100 dagar á ári.

KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað.

KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ábyrgð á sölumálum í Evrópu þvert á félögin KAPP ehf, KAPP Skaginn ehf og KAMI Tech Inc.

Ábyrgð á uppbyggingu sölumála í Evrópu, í samráði við aðra lykilstjórnendur sem og aðstoð við önnur söluverkefni utan Evrópu. 

Ábyrgð á að afla sölutekna með sölu á tækjum og tæknilausnum, sem og þjónustu og varahlutum sem félögin hafa upp á að bjóða.

Stuðningur við sölustjóra og lykilstjórnendur við að annast sölumál félagsins í samræmi við stefnu og áætlanir þess.

Hlutverk sölustjóra er enn fremur að efla viðskiptatengsl við núverandi og nýja viðskiptavini ásamt því að greina þarfir þeirra og bjóða upp á faglega ráðgjöf og sölu. 

Undir starfið fellur meðal annars að leiða og taka þátt í allri vinnu er kemur að:

  • Sölumálum, þ.m.t. tilboðsgerð og sölusamningar, skráning þeirra og skjölun.
  • Heimsóknir til viðskiptavina og móttaka viðskiptavina.
  • Ráðgjöf um vörur, lausnir og þjónustu félagsins.
  • Stuðningur við markaðsstjóra KAPP m.a. er kemur að auglýsingum og skipulagi á þátttöku á sölusýningum.
  • Þáttaka í sölusýningum. 

Starf Sölustjóra Evrópu heyrir undir Sölustjóra KAPP og Aðstoðarforstjóra KAPP. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám sem nýtist í starfi.
  • Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla á sviði alþjóðlegra sölumála.
  • Gott vald á MS Office lausnum of reynsla af Salesforce kostur.
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og fleiri tungumál kostur.
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
  • Geta unnið undir álagi og reynsla af fjölbreyttu starfi kostur.
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Turnahvarf 8, 203 Kópavogur
Krókatún 22-24, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.Vöruflutningar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar