
Reykjaböð
Reykjaböð er nýtt náttúrulón og heilsulind sem opnar vorið 2026 við rætur Reykjadals í Hveragerði.

Sölu- og markaðsstjóri
Við leitum að öflugum og framsýnum einstaklingi til að leiða sölu- og markaðsstarf Reykjabaða. Viðkomandi ber ábyrgð á að útbúa og fylgja eftir stefnu í sölu- og markaðsmálum, auk þess að skipuleggja og framkvæma aðgerðir þannig að markmið náist og að allar aðgerðir séu í takt við stefnu og framtíðarsýn Reykjabaða.
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf fyrir aðila sem vill hafa áhrif á mótun nýs áfangastaðar og skapa einstaka upplifun fyrir gesti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með sölu- og markaðsmálum á einstaklingsmarkaði (B2C) og fyrirtækjamarkaði (B2B) með áherslu á lykilmarkaðssvæði.
- Mótun og eftirfylgni sölu- og markaðsáætlunar.
- Skipulag og framkvæmd sölu- og markaðsaðgerða.
- Þróun, umsjón og uppfærslur á vef og samfélagsmiðlum.
- Stýra beinni sölu til gesta og þróa nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir viðskiptavina og auka tekjur.
- Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við núverandi og nýja viðskiptavini.
- Ábyrgð með gerð, uppfærslu og eftirfylgni sölusamninga við viðskiptavini.
- Fylgjast með nýjustu straumum og tækni í sölu- og markaðsmálum, greina þróun markaða og bregðast hratt við breytingum til að tryggja samkeppnishæfni.
- Þátttaka í sýningum og sölufundum innanlands og erlendis.
- Mánaðarlegar söluskýrslur og greiningar á sölutölum og markaðsupplýsingum.
- Eftirfylgni með áætlunum, regluleg greining gagna og skýrslugerð.
- Samskipti við samstarfsfólk, samstarfsaðila og þátttaka í ýmsum verkefnum sem tengjast rekstri og þjónustu Reykjabaða.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
- Reynsla af árangursríkri forystu í sölu- og markaðsstarfi.
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum ásamt þjónustulund og lausnamiðaðri hugsun.
- Faglegur metnaður, framkvæmdagleði og rík áhersla á sölutengdan árangur.
- Geta til að þróa og setja fram markaðs- og kynningarefni fyrir fjölbreytta miðla.
- Góð þekking á stafrænum miðlum, efnismiðlun, leitarvélabestun og vefgreiningartólum.
- Hæfni til að miðla efni á íslensku og ensku, bæði skriflega og í tali.
- Jákvætt viðhorf, skapandi hugsun og hugmyndaauðgi.
- Góð tölvu- og hugbúnaðarkunnátta og tæknilæsi.
- Hæfni í greiningu og úrvinnslu gagna, mælinga og lykilmælikvarða.
- Sjálfstæð vinnubrögð sem og hæfni í teymisvinnu.
- Sveigjanleiki, yfirsýn og geta til að vinna undir álagi.
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur23. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Árhólmar 5
Starfstegund
Hæfni
MarkaðsmálSölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Kjörbúðin Bolungarvík - verslunarstjóri
Kjörbúðin

Markaðsstjóri Markaðssviðs
Nathan hf.

Markaðsstjóri
Golfskálinn

Markaðsfulltrúi hjá Hörpu
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Markaðsstjóri Tengi
Tengi

Teymisstjóri ráðgjafateymis í upplýsingaöryggi
Syndis

brafa leitar að sölu- og markaðsfulltrúa
brafa

Sölustjóri húsgagna - A4
A4

Sölustjóri A4 - Ert þú tilbúin/n í nýja áskorun?
A4

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Borgarsögusafns
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið