Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Markaðsfulltrúi hjá Hörpu

Ert þú skapandi og metnaðarfullur einstaklingur með brennandi áhuga á efnissköpun, textaskrifum og stafrænni miðlun?

Harpa leitar að markaðsfulltrúa í 80% starf.

Viðkomandi þarf að hafa góða miðlunarhæfileika, gott auga fyrir framsetningu og hæfni til að vinna með hugmyndir frá upphafi til birtingar. Góð hæfni í samskiptum, hugmyndaauðgi og snerpa í vinnubrögðum. Starfið hentar vel þeim sem hefur býr yfir metnaði og færni til að þróa og vinna framúrskarandi efni fyrir vef, samfélagsmiðla og innri miðla Hörpu og vill vera virkur þátttakandi í lifandi starfsemi hússins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og þróun efnis á vef Hörpu.
  • Hugmyndavinna, efnissköpun og úrvinnsla efnis fyrir samfélagsmiðla. 
  • Uppsetning og útsending fréttatilkynninga, markpósta og kannana. 
  • Umsjón og þróun efnis á innri vef Hörpu. 
  • Umsjón með merkingum, skiltum og skjáum í Hörpu.
  • Þátttaka í innri og ytri markaðs- og kynningaraðgerðum. 
  • Önnur tilfallandi verkefni á sviði markaðs- og kynningarmála. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun með áherslu á markaðsfræði, miðlun, hönnun eða sambærilegu er kostur. 
  • Reynsla af markaðsstarfi nauðsynleg, að lágmarki þrjú ár.
  • Góð þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu og kynningarstarfi.
  • Reynsla af vinnu í vefumsjónarkerfum er skilyrði. 
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og mikil færni í textagerð.
  • Reynsla af grafískri vinnu og notkun hönnunarforrita er kostur.
  • Þekking og reynsla af ljósmyndun og myndbandsgerð er kostur. 
  • Skapandi hugsun, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Skipulagshæfni og geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum samtímis. 
Fríðindi í starfi

Samgöngusamningur eða bílastæði, gott mötuneyti, símastyrkur, íþróttastyrkur og frábært starfsmannafélag 

Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur20. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.RitstýringPathCreated with Sketch.Skilgreining markhópa
Starfsgreinar
Starfsmerkingar