Golfskálinn
Golfskálinn
Golfskálinn

Markaðsstjóri

Ert þú drífandi og skipulagður einstaklingur með reynslu af markaðsmálum og áhuga á golfi? Golfskálinn er leiðandi fyrirtæki í golfverslun og golfferðum. Við leitum að metnaðarfullum og skapandi einstaklingi sem brennur fyrir markaðssetningu og stafræna upplifun viðskiptavina. Ef þú hefur ástríðu fyrir markaðsmálum, samfélagsmiðlum, netverslun og nýsköpun, þá er þetta starfið fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og framkvæma markaðsstefnur, áætlanir og herferðir.
  • Umsjón með öllum miðlum, hugmyndavinna, efnissköpun og birtingar.
  • Umsjón með vefverslun og tryggja að hún sé notendavæn, skilvirk og aðlaðandi.
  • Sjá um framleiðslu á efni, setja inn og uppfæra vörur, texta og myndefni.
  • Fylgjast með árangri, greina gögn og koma með tillögur að stöðugum umbótum.
  • Leita nýrra leiða til að auka sýnileika, sölu og upplifun viðskiptavina.
  • Heyrir beint undir framkvæmdastjóra Golfskálans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla af markaðsmálum og brennandi áhugi á markaðssetningu, stafrænum miðlum og efnissköpun.
  • Gott auga fyrir myndefni, hönnun og framsetningu.
  • Þekking á rekstri netverslunar er mikill kostur.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð færni í að greina og vinna með gögn.
  • Mjög góð skipulags- og samskiptafærni.
  • Þekking á Woocommerce, Meta Business Suite, ljósmyndun, myndbandsvinnslu og grafískri framsetningu er sterkur plús.
Auglýsing birt7. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bíldshöfði 16, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.Facebook Business ManagerPathCreated with Sketch.Google AdsPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.MarkaðsgreiningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.WooCommercePathCreated with Sketch.WordPress
Starfsgreinar
Starfsmerkingar