
Nathan hf.
Nathan hefur flutt inn og dreift fjölbreyttu úrvali af vörum frá mörgum af þekktustu framleiðendum heims síðan árið 1912. Nathan byggir á góðu samstarfi við fyrirtæki sem leita eftir gæðavörum og áreiðanlegri þjónustu; hvort sem það eru stórar og smáar verslanir, stóreldhús eða matvælaframleiðendur.
Okkar markmið er að styðja við árangur viðskiptavina okkar með því að einfalda öll aðföng. Hjá Nathan starfar samhentur hópur fólks með mikla sérþekkingu við að tryggja öflugar heildarlausnir í aðföngum þar sem breitt vöruúrval, hagkvæmt verð, traust afgreiðsla og persónuleg þjónusta eru í fyrirrúmi.

Markaðsstjóri Markaðssviðs
Við leitum að algerum snillingi í starf markaðsstjóra til að leiða öflugt teymi fólks og stýra markaðssetningu fyrirtækisins og sókn frábærra vörumerkja okkar. Ef þig dreymir um að láta verkin tala í stjórnunarstarfi svo eftir verði tekið þá gæti draumurinn ræst hjá Nathan.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra daglegum rekstri markaðssviðs
- Mótun og ábyrgð á innri og ytri markaðssetningu fyrirtækisins og vörumerkja
- Ábyrgð á gerð og eftirfylgni með markaðsplani og rekstrarspá sviðsins
- Ber ábyrgð á framlegð markaðssviðs
- Kostnaðareftirlit með markaðspeningum
- Umsjón með áætlanir vörumerkja
- Greining markaðar, tækifæra og neysluhegðun neytenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sama eða svipuðu hlutverki úr fyrri störfum
- Mikil greiningarhæfni, góð dómgreind, rökhugsun, skapandi og lausnamiðuð hugsun
- Mjög góð íslensku – og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta og færni
- Frumkvæði, heiðarleiki, árangursdrifni og öguð vinnubrögð
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 19, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri á legudeild á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sölu- og markaðsstjóri
Reykjaböð

Starfsmaður í leigumiðlun og markaðsmálum
Ívera ehf.

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Datera ehf.

Markaðsstjóri
Golfskálinn

Markaðsfulltrúi hjá Hörpu
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Mannauðsstjóri
Reykjanesbær

Markaðsstjóri Tengi
Tengi

Aðstoðarforstjóri
Landsnet hf.

Markaðssérfræðingur/ Marketing Specialist
Hefring Marine

Deildarstjóri bílastæðasjóðs
Umhverfis- og skipulagssvið

Teymisstjóri ráðgjafateymis í upplýsingaöryggi
Syndis