Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Simans eru einfaldleiki og framsækni.
Síminn leitar að sérfræðingi í internetlausnum
Við leitum að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í internetlausnum á tækniþróunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi kemur að þróun og rekstri á lausnum, kerfum og endabúnaði með það að markmiði að tryggja gæði internet þjónustu Símans. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjast mikillar fag- og tækniþekkingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og rekstur kerfa sem styðja við internetþjónustu
- Vinna að nýjum lausnum fyrir viðskiptavini
- Greina gögn til að bæta ferla og þjónustu
- Þátttaka í prófunum á endabúnaði fyrir internet
- Styðja framlínuteymi Símans við lausn tæknivandamála
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærilegu sviði
- Þekking á forritun er kostur
- Reynsla af Linux og AWS er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
- Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt30. desember 2024
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AWSDockerLinuxPythonSQL
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Leiðtogi upplýsingatækni
Mosfellsbær
Kennari á Microsoft-hugbúnað
Akademias
Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Veðurstofa Íslands
Ert þú reynslumikill CRM / Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Ert þú framtíðar CRM / Microsoft Dynamics 365 sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.
Data Engineer
APRÓ
Azure DevOps Engineer
APRÓ
Sérfræðingur stafrænna verkefna
Fastus
Framendaforritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.
Lausnasérfræðingur
Icelandia
Ert þú ferlasérfræðingur?
Orkuveitan
Senior Software Engineer
CCP Games