Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sérfræðingur í veghönnun

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í veghönnun á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöð getur verið í Garðabæ eða á Akureyri. Vegagerðin gegnir lykilhlutverki í þróun, skipulagi, hönnun, framkvæmd og rekstri samgöngumannvirkja um land allt.

Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni víðs vegar um landið, þar sem tækifæri gefast til að hafa áhrif á uppbyggingu samgöngukerfisins. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og reynslu á sviði veghönnunar, farsæla reynslu af verkefnastjórn og áhuga á að þróa samgöngukerfi til framtíðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnis- og hönnunarstjórn  
  • Veghönnun
  • Umsjón með kaupum á ráðgjöf 
  • Samstarf þvert á önnur svið, deildir og svæði Vegagerðarinnar
  • Gerð leiðbeininga um hönnun og undirbúning 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verk- eða tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af hönnun vega æskileg
  • Reynsla af verkefnastjórn æskileg
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu 
  • Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni 
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli, kunnátta í norðurlandamáli kostur
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Miðhúsavegur 1, 600 Akureyri
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar