Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Stafrænn leiðtogi hjá Vegagerðinni

Vegagerðin leitar að framsýnum og öflugum stafrænum leiðtoga sem hefur brennandi áhuga á að móta og leiða stafræna umbreytingu hjá Vegagerðinni með sterka áherslu á mannlega þáttinn og árangursríka breytingastjórnun.

Unnið er þvert á svið, deildir og svæði, í nánu samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og hagsmunaaðila, með það að markmiði að efla þjónustu, bæta innri ferla og tryggja að tækninýjungar nýtist á ábyrgan og áhrifaríkan hátt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fylgja eftir og innleiða stafræna stefnu Vegagerðarinnar og tengd lykilverkefni í nánu samstarfi við lykilaðila. 
  • Samhæfa stafrænar aðgerðir við stefnumótun, rekstur og þjónustu. 
  • Stýra stafrænum verkefnum af öryggi og tryggja að lausnir skili raunverulegum ávinningi fyrir starfsfólk og notendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi skilningur á tækniþróun og hvernig hún getur nýtst í opinberri þjónustu.
  • Afburða samskiptahæfni og geta til að mynda góð og jákvæð tengsl á milli starfseininga.
  • Breytingaþol og seigla í flóknum verkefnum sem krefjast úthalds.
  • Háskólamenntun á BA/BS stigi.
  • Æskilegt framhaldsnám á háskólastigi (MA/MS) í upplýsingatækni eða stjórnun.
  • Hæfni til að nýta gögn og mælikvarða til ákvarðanatöku og eftirfylgni.
  • Nýsköpunarhugsun og vilji til að prófa nýjar lausnir og nálganir.
Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar