Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna
Reiknistofa bankanna

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi

Við leitum að öflugum og ábyrgum sérfræðingi í net- og upplýsingaöryggi til starfa í netöryggishóp RB.

Hópurinn gegnir lykilhlutverki í rekstri og vernd fjármálainnviða Íslands og ber ábyrgð á stöðugri þróun netöryggis.

RB leggur ríka áherslu á rekstraröryggi, uppitíma og áreiðanleika.

Starfið býður upp á krefjandi og fjölbreytt verkefni þar sem öryggi, tækni og ábyrgð mætast.

Nokkur orð um netöryggishóp RB

Netöryggishópurinn er lykileining innan tæknireksturs RB.

Hlutverk hópsins er rekstur, hönnun og þróun netöryggislausna, netkerfa og upplýsingaöryggiskerfa (CyberSecurity) með sérstaka áherslu á:

  • Rekstraröryggi og viðbragðsgetu
  • Lagskipta öryggishönnun
  • Vernd viðkvæmra fjármálakerfa
  • Samstarf við innlenda og erlenda aðila á sviði netöryggis

Helstu verkefni

  • Rekstur á netöryggiskerfum RB
  • Þátttaka í uppbyggingu og framþróun öryggismála RB
  • Vinna að greiningu öryggisveikleika
  • Innleiða stöðugar úrbætur á sviði öryggismála
  • Uppbygging og umsýsla á öryggiseftirlitskerfum
  • Þátttaka í fjölbreyttu samstarfi um upplýsingaöryggismál

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða sambærileg viðeigandi starfsreynsla
  • Reynsla og/eða brennandi áhugi á upplýsingaöryggi og upplýsingatækni
  • Reynsla af hugbúnaðargerð og þekking á gámaumhverfum er kostur
  • Góð þekking á greiningu öryggisveikleika, öryggi hugbúnaðar og öryggi veflausna (OWASP Top 10)
  • Reynsla af uppbyggingu og notkun netöryggislausna
  • Geta til að vinna vel bæði sjálfstætt og í teymi, ásamt góðri samskiptahæfni og faglegri framkomu
  • Metnaður og drifkraftur til að takast á við krefjandi og fjölbreytt öryggisverkefni

RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái að læra og þróast í starfi.

Höfuðstöðvar RB eru á Dalvegi 30 í björtu og hlýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Starfsánægja í RB hefur verið há um árabil og endurspeglar metnað fyrirtækisins til að hlúa vel að starfsfólki.

RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. RB er fjölskylduvænn vinnustaður með sveigjanlega fjarvinnustefnu.

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um.

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Daníel Örn Árnason, [email protected]

Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt13. janúar 2026
Umsóknarfrestur27. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar