

Software Engineer (AI & Data) - Jónsbók
Taktu þátt í að móta framtíð lögfræðilegrar gervigreindar
Jónsbók er fyrirtæki sem er að móta framtíð lögfræðilegrar gervigreindar á Íslandi, Ungverjalandi og brátt fleiri Evrópulöndum. Við byggjum hugbúnaðarvöru sem nýtir nýjustu tækni í gervigreind til að aðstoða lögmenn og lögfræðinga við störf sín.
Vegna stóraukinna umsvifa leitum við að öflugum liðsfélaga í tækniteymi Jónsbókar.
Ef þú vilt vinna í umhverfi þar sem þú getur haft raunveruleg áhrif, mótað vöruna og tekið þátt í einum hraðast vaxandi hugbúnaðarsprota á Íslandi, þá er þetta tækifærið fyrir þig.
Sem hluti af tækniteymi Jónsbókar munt þú:
-
Vinna með tungumálalíkön (LLM) og þróa gervigreindarkerfi sem skilja flókinn lögfræðilegan texta
-
Hanna og útfæra gagnalíkön sem styðja við flóknar lögfræðilegar fyrirspurnir
-
Tryggja að við notum nýjustu og bestu eiginleika tungumálalíkana, agentic verkfæri og fleiri tækniframfarir
-
Þróa LLM-agenta sem geta unnið sjálfstætt að flóknum verkefnum
-
Hanna skilvirkar leitaraðferðir og gagnavinnslu
-
Hanna og þróa notendaviðmót þar sem gervigreind er í forgrunni
-
Skrifa próf og tryggja gæði kerfisins
Þú gætir passað í hópinn ef þú:
-
Hefur reynslu af hugbúnaðarþróun (bakenda, framenda eða AI/ML/DS) í Python og/eða Typescript
-
Hefur reynslu af smíði og viðhaldi á gagnapípum og annari gagnavinnslu
-
Hefur reynslu eða áhuga á UI/UX hönnun og þróun
-
Hefur mikinn áhuga á því að vinna að þróun hugbúnaðar þar sem nýjasta LLM/agentic tækni kemur við sögu
-
Ert fljót/ur að tileinka þér nýja tækni og verkferla
-
Þrífst í óvissu og hefur gaman af því að leysa vandamál þar sem lausnin er ekki augljós
-
Tekur ábyrgð, sýnir frumkvæði og hefur skoðun á því hvernig hlutir eru gerðir
Við ætlumst ekki til að umsækjendur uppfylli öll framangreind tæknileg skilyrði.
Kostir sem gætu gert þig að sterkum umsækjanda:
-
Reynsla af þróun gervigreindar hugbúnaðar
-
Reynsla af vinnu með LLM og helstu framework á því sviði
-
Hæfni og vilji til að starfa þvert á gagna, gervigreindar og framendateymi. Ekki er þó gert ráð fyrir sérfræðiþekkingu á öllum sviðum.
Hjá Jónsbók færð þú:
-
Að taka þátt í spennandi ferðalagi hjá ört vaxandi sprota
-
Að þróa hugbúnað með notendur á Íslandi og á erlendum mörkuðum
-
Að vinna með nýjustu tækni í gervigreind
-
Að vera í fremstu röð við að móta hvernig gervigreind er notuð í lögfræði
-
Samkeppnishæf kjör og möguleika á hlutabréfaréttindum fyrir rétta aðila











