

Kerfisfræðingur/sérfræðingur á Tækjabúnaðardeild
Starf kerfisfræðings/sérfræðings á Tækjabúnaðardeild er laust til umsóknar. Staða kerfisfræðings/sérfræðings er ný staða á deildinni og er ætlað að hafa m.a. umsjón og eftirlit með verkefnum sem tengjast netkerfum og hugbúnaði í rekstrartæknihluta (RT) Vegagerðarinnar og sjá til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu stofnunarinnar.
Vegagerðin vinnur að uppskiptingu net- og hugbúnaðarkerfa stofnunarinnar í UT (upplýsingatækni e: IT) og RT (rekstrartækni e: OT).
Vegagerðin á og rekur mikið magn búnaðar og tækja í tengslum við samgöngur. Hér er um að ræða búnað eins og umferðarljós, götulýsingu, veðurstöðvar, myndavélar, LED upplýsingaskilti, umferðarteljara, mengunarmæla, rafbúnað og fjarskipti í jarðgöngum, vöktunarbúnað ýmiskonar, vita, öldudufl og radarsvara svo fátt eitt sé nefnt. Auk þessa er í rekstri fjöldinn allur af kerfum til miðlunar gagna og upplýsinga.
Tækjabúnaðardeild er hluti Þjónustusviðs Vegagerðarinnar með aðsetur í Suðurhrauni 3 í Garðabæ, en starfssvæðið er landið allt. Starfsmenn deildarinnar eru 7. Deildin er tæknilegur eigandi skilgreinds upplýsingatæknibúnaðar Vegagerðarinnar og sér um netkerfi, fjarskiptakerfi, rekstur, viðhald, aðgang, skjölun og tæknilegt öryggi þeirra kerfa. Tækjadeild tryggir viðbragðs- og uppitíma þeirra kerfa sem deildin ber ábyrgð á samkvæmt skilgreindum þjónustuviðmiðum.
- Umsjón og rekstur netkerfa og hugbúnaðar fyrir rekstrartæknikerfið.
- Samskipti og samráð við UT deild Vegagerðarinnar og verktaka sem vinna við kerfið.
- Kerfis- og netstjórnun RT kerfisins.
- Hönnun nethögunar (e: network architecture).
- Ráðgjöf við val á vél- og hugbúnaði.
- Netöryggismál unnin í samstarfi við netöryggisstjóra Vegagerðarinnar.
- Fylgjast með nýjungum sem tengjast starfinu.
- Kerfisfræðingur eða verk- / tæknifræðimenntun á rafmagnssviði.
- Góð íslensku- og enskukunnátta. Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg.
- Reynsla af rekstri net- og hugbúnaðarkerfa æskileg.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
- Góð netöryggisvitund.
Íslenska
Enska










