
Hnit verkfræðistofa
Hnit verkfræðistofa hf. er rótgróið fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í 55 ár og hefur á þeim tíma veitt alla almenna verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar. Árið 2025 varð fyrirtækið hluti af Artelia Group, sem er alþjóðlegt verkfræðifyrirtæki með yfir 11.000 starfsmenn í 40 löndum. Þessi sameining veitir okkur tækifæri til að bjóða upp á fjölbreyttari og víðtækari sérfræðiþekkingu til að takast á við fleiri og stærri verkefni og veitir starfsmönnum okkar spennandi tækifæri.
Hjá verkfræðistofunni starfa nú um 40 manns, verkfræðingar, tæknifræðingar, tækniteiknarar, skrifstofumenn og annað starfslið.
Innan Hnits er starfrækt öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir reglulegum viðburðum árið um kring, til að stuðla að samheldni, vináttu og skemmtun meðal starfsliðs.
Sérfræðingar í hönnun raflagna
Við óskum eftir að ráða reyndan raflagnahönnuð. Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, gerð útboðsgagna, áætlanagerð og aðra ráðgjöf á sviði raflagnakerfa, rafdreifikerfa og lýsingar fyrir byggingar og mannvirki.
Starfið er fjölbreytt, verkefnastaða góð og verkefnin bæði stór og smá. Við viljum gjarnan fá einstaklinga með reynslu inn í teymið okkar, en reynsla er þó ekki skilyrði, ef viðkomandi hefur drifkraft, frumkvæði og brennandi áhuga á viðkomandi fagsviði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Raflagnahönnun
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun á sviði rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafmagnsiðnfræði.
Þekking á helstu forritum sem notuð eru við hönnun.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþrótta- og samgöngustyrkur
Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur31. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Háaleitisbraut 58-60 58R, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
SamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðTæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (11)

Kerfisfræðingur/sérfræðingur á Tækjabúnaðardeild
Vegagerðin

Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis
Landsnet

Rafvirki með áhuga á tækni og þróun
Orkusalan

Technical Solutions Engineer – Audio AI & Simulation
Treble Technologies

Application Engineer – Audio AI, Signal Processing & Simulation
Treble Technologies

Verkefnastjóri tækja og búnaðar - Nýr Landspítali
Nýr Landspítali ohf.

Deildar og tæknistjóri rafmagnsdeildar
Frumherji hf

Skoðunarmaður í rafmagnsdeild
Frumherji hf

Sérfræðingur í rafkerfum
Verkís

Rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur í háspennu og orkumannvirkjum
Lota

Ráðgjafi og Virknistjóri Kerfisbundins frágangs (Commissioning)
NORCOM - Nordic Commissioning ehf.