
Fons Juris ehf.
Fons Juris rekur stærsta lögfræðigagnasafn á Íslandi og hjálpar lögmönnum, lögfræðingum, og laganemum að nálgast upplýsingar um gildandi rétt í landinu á skilvirkan og snjallan hátt.
Við notum nýjustu tæknilausnir, þar á meðal Lögmennið, gervigreindarlausn á sviði lögfræði, sem við höfum þróað frá grunni.

Forritari hjá Fons Juris - þróaðu Lögmennið!
Fons Juris leitar að framsæknum forritara til að taka þátt í þróun á lausnum okkar.
Við rekum stærsta lögfræðigagnasafn á Íslandi og hjálpum lögmönnum, lögfræðingum og laganemum að nálgast upplýsingar um gildandi rétt á skilvirkan hátt. Varan okkar, Lögmennið, er gervigreind sem við höfum þróað frá grunni til að svara flóknum lögfræðilegum spurningum.
Helstu verkefni:
- Þróun Lögmennisins og annarra gervigreindarlausna
- Þróun leitarkerfa Fons Juris
- Rekstur lausna Fons Juris (AWS, Google Cloud Platform, Docker, SQL)
- Samþætting við ytri kerfi og API-þróun
- Vefskrap (scraping) á lögfræðilegum heimildum
Hæfniskröfur:
- BS gráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærileg reynsla
- Góð þekking á Python
- Reynsla af notkun gervigreindar við forritun
- Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
Kostur ef þú hefur:
- Reynslu af React eða annarri vefþróun
- Þekkingu á RAG-lausnum
- Áhuga á lögfræði eða reynslu úr lögfræðigeiranum
Við bjóðum:
- Lykilhlutverk í þróun gervigreindarlausna fyrir lögfræðigeirann
- Skapandi umhverfi með áherslu á sjálfstæði og fagmennsku
- Stuðning við starfsþróun og tækifæri til að dýpka þekkingu á nýjustu tækni
- Samkeppnishæf kjör
Hjá Fons Juris er mikið af spennandi verkefnum framundan. Ef þú vilt taka þátt í að byggja upp tækni sem mótar framtíð lögfræðinnar, þá er þetta starfið fyrir þig!
📩 Nánari upplýsingar:
Einar B. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri
📧 [email protected]
Umsóknarfrestur er til 19.janúar 2026.
Ráðgert er að viðtöl hefjist 23.janúar 2026.
Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 7, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AWSGervigreindGoogle CloudPythonReactSQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Software Developer - Bionics | Össur
Embla Medical | Össur

Hugbúnaðarþróunarstjóri/Software Development Manager
Blue Car Rental

Ráðgjafar í upplýsingaöryggisstjórnun
Syndis

Ráðgjafar í tæknilegri upplýsingaöryggisstjórnun
Syndis

Sérfræðingur í upplýsingaöryggisdeild
Íslensk erfðagreining

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Reiknistofa bankanna

Kerfisstjóri
Þjóðskjalasafn Íslands

Gervigreindar- og gagnafræðingur
APRÓ

Tölvutek Reykjavík óskar eftir starfsmönnum
Tölvutek

Gagnasérfræðingur / Data Engineer (gervigreind)
Lagaviti ehf.

DevOps Engineer
Embla Medical | Össur

Hugbúnaðarþróun og öryggismál
Kvikna medical