Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Verkefnastjóri umhverfismála

Hefur þú umhverfið í huga?

Við hjá Landsvirkjun leitum að verkefnastjóra með sérhæfingu í umhverfismálum til starfa á sviði Samfélags og umhverfis. Verkefni sviðsins eru fjölbreytt en það leiðir starf okkar í samfélags- og umhverfismálum, styður við sjálfbæran rekstur og vinnur ásamt öðrum sviðum að ábyrgri nýtingu auðlinda og lágmörkun umhverfisáhrifa frá starfseminni. Vinnuumhverfið er líflegt og hvetjandi og veitir tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á náttúru og samfélag.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróar og samræmir verklag er varðar umhverfisstjórnun, styður við innleiðingu og miðlar upplýsingum um árangur.
  • Ber ábyrgð á þróun og samræmingu umhverfisstjórnunar til að stuðla að skilvirkni og árangri.
  • Fylgir eftir aðgerðaáætlun í loftslags- og umhverfismálum.
  • Veitir ráðgjöf og stuðning í umhverfismálum innan fyrirtækisins og verkstýrir umbótaverkefnum.

Menntunar- og hæfniskörfur

  • Framhaldsmenntun í verkfræði, umhverfisstjórnun eða önnur sambærileg menntun.
  • Þekking og reynsla af umhverfisstjórnun, kostur ef reynsla af umhverfisstjórnun framkvæmda.
  • Þekking og reynsla af verkefnastýringu og áhættugreiningum.
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, umbótamiðað hugarfar og vilji til að ná árangri.
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar