
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Verkefnastjóri umhverfismála
Hefur þú umhverfið í huga?
Við hjá Landsvirkjun leitum að verkefnastjóra með sérhæfingu í umhverfismálum til starfa á sviði Samfélags og umhverfis. Verkefni sviðsins eru fjölbreytt en það leiðir starf okkar í samfélags- og umhverfismálum, styður við sjálfbæran rekstur og vinnur ásamt öðrum sviðum að ábyrgri nýtingu auðlinda og lágmörkun umhverfisáhrifa frá starfseminni. Vinnuumhverfið er líflegt og hvetjandi og veitir tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á náttúru og samfélag.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróar og samræmir verklag er varðar umhverfisstjórnun, styður við innleiðingu og miðlar upplýsingum um árangur.
- Ber ábyrgð á þróun og samræmingu umhverfisstjórnunar til að stuðla að skilvirkni og árangri.
- Fylgir eftir aðgerðaáætlun í loftslags- og umhverfismálum.
- Veitir ráðgjöf og stuðning í umhverfismálum innan fyrirtækisins og verkstýrir umbótaverkefnum.
Menntunar- og hæfniskörfur
- Framhaldsmenntun í verkfræði, umhverfisstjórnun eða önnur sambærileg menntun.
- Þekking og reynsla af umhverfisstjórnun, kostur ef reynsla af umhverfisstjórnun framkvæmda.
- Þekking og reynsla af verkefnastýringu og áhættugreiningum.
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, umbótamiðað hugarfar og vilji til að ná árangri.
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf hjá Advania
Advania

Sérfræðingur í þróun mannvirkjaskrár
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sjálfbærnistjóri
Pósturinn

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur

Sumarstarf hjá Carbfix
Carbfix

Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Tryggingastofnun

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu
Seðlabanki Íslands

Sumarstörf 2026 - Orkuveitan
Orkuveitan

Fjölbreytt sumarstörf hjá Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Sumarstörf hjá Verði
Vörður tryggingar

Verkefnastjóri framkvæmda
Isavia / Keflavíkurflugvöllur