
Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Mannauðsstefna Fagkaupa þar sem m.a. er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins.
Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi.
Fagkaup hvetur áhugasama einstaklinga að sækja um störf óháð kyni, aldri og uppruna.

Sérfræðingur í notendaþjónustu BC
Fagkaup leitar að öflugum einstaklingi í notendaþjónustu Business Central (BC). Viðkomandi verður hluti af upplýsingatæknisviði og gegnir lykilhlutverki sem ofurnotandi sem styður við starfsfólk fyrirtækisins í daglegri notkun á BC.
Starfið felur í sér að veita þjónustu, stuðning og þjálfun fyrir fjölbreytt verkefni í kerfinu, m.a. tengd sölu, innkaupum, tollkerfi, fjármálum, reikningagerð, vöruhúsi og afgreiðslu pantana.
Leitað er að þjónustulunduðum og skipulögðum einstaklingi með reynslu af Business Central og færni í upplýsingatækni. Ef þú hefur góða þekkingu á BC og brennur fyrir því að styðja aðra í notkun kerfisins – þá viljum við heyra frá þér!
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni
- Aðstoð og leiðbeiningar við notendur í Business Central
- Lausnamiðuð svörun og greining á áskorunum notenda
- Þjálfun starfsfólks í ferlum og notkun kerfisins
- Samstarf við upplýsingatækniteymi og lykilnotendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af notkun Business Central (NAV reynsla einnig metin)
- Mjög góð þjónustulund og samskiptahæfni
- Menntun eða reynsla á sviði upplýsingatækni
- Skipulagshæfni og áhugi á stöðugum umbótum
- Færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur til umhverfisvænna ferðamáta
- Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt28. mars 2025
Umsóknarfrestur13. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HugbúnaðarprófanirSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaTölvuöryggiVerkefnastjórnun í upplýsingatækniÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Developer & Quality Assurance (QA) Summer Position - 2025
Starborne

Business Central ráðgjafi
Wise lausnir ehf.

Senior forritari
Ljósleiðarinn

Bakendaforritari
RÚV

Reynslumikill Fullstack forritari óskast
Overcast ehf.

Information Technology Officer - Grants Management Systems
Financial Mechanism Office (FMO)

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Gagna- og viðskiptagreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Almenn umsókn
TM

Tæknilegur verkefnastjóri
Almannarómur

Bakendaforritari
Nova

DevOps sérfræðingur
Nova