Almannarómur
Almannarómur
Almannarómur

Tæknilegur verkefnastjóri

Almannarómur – miðstöð máltækni, er óháð sjálfseignarstofnun sem hefur það hlutverk að tryggja að íslensk tunga sé aðgengileg og nothæf í allri tækni. Til að fylgja íslensku inn í framtíðina er unnið samkvæmt metnaðarfullri Máltækniáætlun stjórnvalda og sér stofnunin um framkvæmd hennar.

Við erum að leita að tæknilegum verkefnastjóra til þess að hafa umsjón með fjölbreyttum verkefnum sem snúa meðal annars að verkefnastjórn með uppbyggingu nýrra innviða fyrir máltækni, umsjón með opinni hugbúnaðarhirslu máltækniáætlunar sem geymir allar afurðir hennar, samskiptum við samstarfsaðila og verkefnastjórn með ýmsum áhersluverkefnum.

Með nýjustu vendingum í tækniþróun hefur máltækni orðið ein af framlínum gervigreindarþróunar. Tæknilegur verkefnastjóri Almannaróms hefur tækifæri til að leiða og móta áhrifamikil verkefni á þessu sviði. Við störfum í kviku og síbreytilegu umhverfi og getum haft mikil áhrif á framþróun tækni á Íslandi, í nánu samstarfi við stjórnvöld, atvinnulíf og rannsóknasamfélagið. Skrifstofa Almannaróms er á Vísindagörðum í Grósku í Vatnsmýrinni.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastýring með uppbyggingu innviða fyrir íslenska máltækni
  • Umsjón með viðhaldi á opnum afurðum máltækniáætlunar
  • Gerð og eftirfylgni verkáætlana
  • Samskipti, tæknileg yfirsýn og rýni á verkefni í samstarfi við verktaka
  • Tæknilegur stuðningur við forgangsröðun og styrkveitingar á sviði máltækni

Hæfur einstaklingur hefur til að bera:

  • Viðeigandi menntun, svo sem á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða málvísinda
  • Skipulag og vinnubrögð sem gera viðkomandi kleift að starfa og stýra verkefnum með sjálfstæðum hætti
  • Gagna- og kóðalæsi, færni í forritun er kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum, skapandi hugsun og vilji til að áhrif á tækniþróun til framtíðar
  • Einlægur áhugi á íslensku og framtíð hennar í tækni

Nánari upplýsingar veita:

Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, [email protected]

Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, [email protected]

Umsóknir óskast ásamt ferilskrá og kynningarbréfi (í einu skjali). Umsóknar frestur er til og með 6. apríl nk.

Almannarómur er miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið. Almannarómur ber ábyrgð á framkvæmd máltækniáætlunar stjórnvalda. Miðstöðin er óháð sjálfseignastofnun.

Við framkvæmd máltækniáætlunar er annars vegar lögð áhersla á hagnýtingarverkefni sem gera íslenskumælandi tækni öllum aðgengilega og hins vegar á áframhaldandi þróun þeirra innviða sem til þess þarf, í samstarfi við vísindafólk, stofnanir og fyrirtæki, innalands sem utan.

Auglýsing birt25. mars 2025
Umsóknarfrestur6. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar