
VÍS
VÍS er framúrskarandi vinnustaður með einstaka vinnustaðamenningu.
Við erum fyrirmyndarfyrirtæki, leggjum áherslu á jafnrétti og höfum útrýmt launamun kynjanna.
Við sköpum tækifæri fyrir starfsfólkið okkar til þess að vaxa og dafna – í lífi og starfi. Við bjóðum upp á nýsköpunarumhverfi og elskum hugrekki.
VÍS ætlar að breyta því hvernig tryggingar virka og þannig fækka slysum og tjónum. Við leggjum ríka áherslu á sjálfbærni því við vitum að það er framtíðin.

Salesforce forritari
Við í stafrænum lausnum VÍS leitum að metnaðarfullum Salesforce forritara til að slást í hópinn með okkur. Salesforce er eitt af grunnkerfum VÍS og þungamiðjan í mörgum viðskiptaferlum og öllum samskiptum okkar við viðskiptavini. Við erum í stöðugri þróun á lausninni og viljum alltaf gera betur, því eru mörg spennandi verkefni á teikniborðinu. Við bjóðum upp á framúrskarandi vinnuumhverfi með frábæru samstarfsfólki og tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald lausna í Salesforce og tengdum kerfum
- Þétt samstarf með helstu hagsmunaaðilum
- Samþætting Salesforce við önnur viðskiptakerfi
- Sjálfvirknivæðing viðskiptaferla í Salesforce
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunar-, kerfis-, verkfræði eða önnur sambærileg menntun
- Góð almenn þekking á Salesforce lausnum
- Reynsla af APEX, SOQL og Lightning Web Components
- Reynsla af Lightning Aura Components er kostur
- Reynsla á Agile og Scrum aðferðafræðinni er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni
- Ástríða fyrir nýsköpun og vilja til að takast á við flóknar áskoranir
Fríðindi í starfi
- Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
- Frábært mötuneyti
- Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti
- Nýsköpunarumhverfi því við elskum hugrekki
- Fyrirtæki sem hugsar til framtíðar með því að leggja áherslu á sjálfbærni
- Tækifæri til þess að vaxa og dafna bæði í lífi og starfi
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Salesforce
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tæknilegur verkefnastjóri
Almannarómur

Sérfræðingur á sviði orkumála
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Verkfræðingur á framleiðslusviði
Kerecis

Gæðasérfræðingur
Steypustöðin

Bakendaforritari
Nova

DevOps sérfræðingur
Nova

Séní í kerfisrekstri
Nova

Sumarstarf - GreenFish Developer
GreenFish

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki