Overcast ehf.
Overcast ehf.
Overcast ehf.

Reynslumikill Fullstack forritari óskast

Við hjá Overcast leitum að reynslumiklum Fullstack forritara í öflugt þróunarteymi okkar.

Meðal verkefna eru hugbúnaðararkítektúr og forritun í Python, uppsetning og forritun tenginga við ytri kerfi, framendaforritun í ReactJS, auk samskipta við viðskiptavini eftir þörfum.

Við erum öll sjálfstæð í vinnubrögðum og lærum hvert af öðru. Deilum hugmyndum og hjálpumst að við greiningu vandamála og lausn verkefna.

Við erum að leita eftir nákvæmni í vinnubrögðum, slatta af þolinmæði, útsjónarsemi í stórum skömmtum og viljanum til að læra nýja hluti.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sem forritari hjá okkur færðu tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni í forritun í Python og ReactJS. Þú vinnur með verkefnastjóra og öðrum hæfileikaríkum einstaklingum að lausnum á flóknum tæknilegum verkefnum, bæði sjálfstætt og í teymi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • BSc / MSc í tölvunarfræði eða verkfræði
  • 3ja ára (eða meira) reynsla í vefhugbúnaðargerð eða tengdum bakenda verkefnum
  • Þekking á Python og ReactJS 
  • Þekking á Django og WagtailCMS er kostur
  • Þekking á gagnagrunnum er kostur
  • Reynsla af því að skrifa góðan kóða fyrir álagsmikil kerfi
Fríðindi í starfi
  • 30 daga sumarfrí
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Framúrskarandi starfsumhverfi
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Drykkir og möns á „barnum“
  • Heilsuræktarstyrkur
Hverjir geta sótt um?

Eingöngu er tekið við umsóknum frá einstaklingum. Fyrirspurnum eða umsóknum frá umboðsskrifstofum eða atvinnumiðlunum verður ekki svarað.

Auglýsing birt25. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BakendaforritunPathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.ReactPathCreated with Sketch.Vefforritun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar