Arion banki
Arion banki
Arion banki

Öryggis- og net sérfræðingur

Ertu öryggismeðvitaður sérfræðingur sem brennur fyrir rekstri öryggislausna og vilt tryggja hámarksvernd gegn netógnum? Við leitum að öflugum öryggis og net sérfræðingi til að sjá um rekstur og þróun öryggiskerfa, eftirlitslausna og viðbragðsferla Arion banka.

Starfið er mjög fjölbreytt og kemur réttur aðili inn í teymi sérfræðinga sem stýra netkerfum og öryggislausnum Arion banka og dótturfélaga (Varðar, Stefnis).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur og viðhald öryggiskerfa, eldveggja og eftirlitslausna 
  • Greining á netógnum og viðbrögð við öryggisatvikum 
  • Umsjón með öryggisvöktun og þróun varnarlausna 
  • Regluleg áhættugreining og innleiðing varna gegn öryggisveikleikum 
  • Sjálfvirknivæðing öryggisferla og skjölun öryggisviðbragða 
  • Samvinna við innri og ytri aðila í netöryggi og upplýsingavernd 
  • Þróun og viðhald á netinnviðum sem styðja öryggislausnir bankans  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, kerfisfræði eða tengdum greinum eða sambærileg reynsla 
  • Reynsla af rekstri og stýringu öryggiskerfa og viðbragðsteyma 
  • Þekking á öryggisvöktun, SIEM-kerfum og innbrotsvörn 
  • Færni í greiningu á netógnum, atvikastjórnun og netöryggislausnum 
  • Þekking á eldveggjum, netbúnaði og dulkóðunartækni 
  • Reynsla af IaC og notkun á td. Ansible og/eða Terraform 
  • Reynsla af öryggi fyrir skýjalausnir er kostur 
  • Lausnamiðuð hugsun, sterkir greiningarhæfileikar og öguð vinnubrögð 
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KerfishönnunPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TölvunarfræðingurPathCreated with Sketch.Tölvuöryggi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar