
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru í Íshellu,þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða.
Að jafnaði starfa um 100 hjá Héðni. Meðal starfsgreina má nefna stálsmiði, rennismiði, tæknifræðinga, vélstjóra, vélvirkja, verkfræðinga, stjórnendur, skrifstofufólk og matreiðslumenn.

Sérfræðingur á fjármálasviði Héðins
Héðinn hf leitar að öflugum reynslubolta í fjármálateymi sitt!
Héðinn hf, eitt öflugasta málmiðntæknifyrirtæki landsins, leitar að sérfræðingi með trausta þekkingu á bókhaldi og uppgjörum – einstaklingi sem vinnur af nákvæmni, sýnir frumkvæði og leggur metnað í vandað reikningshald.
Starfið felur í sér daglegar bókanir og afstemmingar ásamt aðstoð við mánaðarlega uppgjörsvinnu.
Um er að ræða nýja viðbótarstöðu í samhentu og reynslumiklu teymi fjármálasviðs Héðins og eru öll kyn hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegar bókanir og afstemmingar
- Undirbúningur bókhalds fyrir mánaðarleg uppgjör
- Þátttaka í umbótum og þróun innri ferla er tengjast reikningshaldi
- Önnur tilfallandi störf á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi skilyrði
- Reynsla af bókhaldi
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og nákvæm vinnubrögð
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni í greiningu og framsetningu gagna
- Þekking á Business Central er mikill kostur
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Líkamsræktaraðstaða
- Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingMannleg samskiptiReikningagerðSkipulagUppgjörVandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

BÓKARI
Vélfag

Aðalbókari
Borealis Data Center ehf.

Reikningsfulltrúi óskast
Íslenska gámafélagið

Bókari
Vínbúðin

Bókari
Hringiðan Internetþjónusta

Starf í fjárhagsbókhaldi Landspítala
Landspítali

Bókari
Plús ehf.

Er bókhald þitt fag?
Hekla

Bókari
Pípulagnir Suðurlands

Starfsmaður á bókhaldssvið
Enor ehf

Sérfræðingur í launum hjá ECIT Bókað ehf.
ECIT

Metnaðarfullur bókari!
Alva Capital ehf.