Húsasmiðjan
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan

Rekstrarstjóri Fagmannaverslunnar Húsasmiðjunnar

Húsasmiðjan leitar að metnaðarfullum leiðtoga. Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir þjónustu og fólki, er söludrifinn og hefur jákvætt hugarfar. Megin ábyrgð rekstrarstjóra er rekstur verslunar, skipulag og stýring á daglegri starfssemi ásamt því að skapa og viðhalda viðskiptatengslum.

Húsasmiðjan er leiðandi á byggingavörumarkaði og með sterk og vönduð vörumerki. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir réttan aðila til að vera þátttakandi í frekari uppbyggingu á örum og spennandi markaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri
  • Bein söluráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini ásamt tilboðsgerð
  • Sköpun og eftirfylgni viðskiptasambanda
  • Umsjón með innkaupum og birgðahaldi
  • Umsjón með starfsmannamálum
  • Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stjórnunarreynsla og hæfni til að leiða fólk til árangurs
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Góð þekking á verslunarrekstri og/eða á byggingavörumarkaði
  • Reynsla af sölustörfum, sölustjórnun og viðskiptatengslum er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla
  • Aðgangur að orlofshúsum
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar
Auglýsing stofnuð12. júní 2024
Umsóknarfrestur30. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Kjalarvogur 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar