Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.
Rafvirki / Electrician
Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og reyndum rafiðnaðarmanni í starf rafvirkja dagvinnuteymi. Alcoa Fjarðaál er stærsti raforkunotandi á Íslandi og er fjölbreyttur og krefjandi starfsvettvangur þar sem öryggismál eru ávallt í forgrunni. Rafvirkjar sjá um viðhald og viðgerðir á rafkerfum til að tryggja skilvirka og örugga starfsemi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón með rekstri rafveitu
- Útlæsingar á rafmagnsbúnaði
- Uppsetning öruggs vinnusvæðis
- Viðbrögð við rekstrartruflunum
- Prófun á öryggisbúnaði
- Almenn rafvirkjastörf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun
- Fimm ára hagnýt starfsreynsla
- Reynsla af rekstri og viðhaldi rafbúnaðar er kostur
- Sterk öryggis- og gæðavitund
- Lipurð í samskiptum og jákvætt viðmót
- Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur26. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hraun 1, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Rafvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Nýtist þín orka í hleðsluteymi ON?
Orka náttúrunnar
Vélstjóri í þjónustudeild Hitatækni
Hitatækni ehf
Söluráðgjafi á lýsingabúnaði
Ískraft
Rafvirki/Rafeindavirki
Míla hf
Sérfræðingur í rafmagnsöryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Rafvirki/rafvélavirki - Rafmagnsverkstæði
Eimskip
Forskoðun frystigáma
Eimskip
Viðhald loftræstikerfa
Hitastýring hf.
Rafvirki með reynslu óskast í fjölbreytt verkefni okkar.
Lausnaverk ehf
Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Orkusalan
Hönnuður í rafveitu
Veitur
Rafvirki/kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf