Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í rafmagnsöryggi

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir sérfræðingi í rafmagnsöryggi á sviði mannvirkja og sjálfbærni.

Helstu verkefni rafmagnsöryggisteymis eru eftirlit með öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, markaðseftirlit raffanga, gerð og túlkun reglna um rafmagnsöryggi, ráðgjöf og fræðsla um rafmagnsöryggi og löggilding rafverktaka.

Um er að ræða spennandi tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í góðu starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með innri öryggisstjórnun löggiltra rafverktaka
  • Ráðgjöf og fræðsla er varðar öryggisstjórnun rafverktaka
  • Fyrirspurnir og túlkanir um öryggi neysluveitna
  • Þátttaka í eftirliti með faggiltum skoðunarstofum á rafmagnssviði
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til almennings um rafmagnsöryggi
  • Gerð kynningar- og fræðsluefnis um rafmagnsöryggi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði, rafiðnfræði eða meistaraskólagráða í rafvirkjun
  • Reynsla af hönnun og/eða setningu raflagna er skilyrði
  • Þekking á gæðastjórnun og gæðastjórnunarkerfum/öryggisstjórnunarkerfum er kostur
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Góð íslensku og enskukunnátta
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur21. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar