Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Um vinnustaðinn
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.
Sérfræðingur í rafmagnsöryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir sérfræðingi í rafmagnsöryggi á sviði mannvirkja og sjálfbærni.
Helstu verkefni rafmagnsöryggisteymis eru eftirlit með öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, markaðseftirlit raffanga, gerð og túlkun reglna um rafmagnsöryggi, ráðgjöf og fræðsla um rafmagnsöryggi og löggilding rafverktaka.
Um er að ræða spennandi tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í góðu starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með innri öryggisstjórnun löggiltra rafverktaka
- Ráðgjöf og fræðsla er varðar öryggisstjórnun rafverktaka
- Fyrirspurnir og túlkanir um öryggi neysluveitna
- Þátttaka í eftirliti með faggiltum skoðunarstofum á rafmagnssviði
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til almennings um rafmagnsöryggi
- Gerð kynningar- og fræðsluefnis um rafmagnsöryggi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði, rafiðnfræði eða meistaraskólagráða í rafvirkjun
- Reynsla af hönnun og/eða setningu raflagna er skilyrði
- Þekking á gæðastjórnun og gæðastjórnunarkerfum/öryggisstjórnunarkerfum er kostur
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
- Góð íslensku og enskukunnátta
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur21. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur á sölusviði
Varma og Vélaverk
Viðhald loftræstikerfa
Hitastýring hf.
Hraunbræðslusérfræðingur - Lava Melter
Lava Show
Rafvirki með reynslu óskast í fjölbreytt verkefni okkar.
Lausnaverk ehf
Ert þú sérfræðingur í hleðslulausnum?
Orkusalan
RAFVIRKI
Rafkló
Ertu sérfræðingur í vélum og vinnulyftum?
BYKO Leiga og fagverslun
Hönnuður stjórnkerfa
Verkís
Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek
Rafvirki / electrician
PCC BakkiSilicon
Umsjónarmaður fasteigna
Eignaumsjón hf
Rafeindavirki/Rafvirki - framleiðsludeild DNG færavindur
Slippurinn Akureyri ehf