Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Rafvirki

Við óskum eftir að ráða jákvæðan og áhugasaman einstakling til starfa á Keflavíkurflugvelli til að sinna almennum rafvirkjastörfum. Starfið tilheyrir deild Viðhaldsstjórnunar og mun viðkomandi starfa í fjölbreyttu og lifandi umhverfi með flottum hópi starfsfólks sem sinnir sérhæfðu viðhaldi og bilanagreiningu á tæknibúnaði innan Keflavíkurflugvallar og styður þannig við öruggan og skilvirkan rekstur flugvallarins. Eignir í eigu Isavia eru meðal annars aðgangsstýringar, landgöngubrýr, flugverndarbúnaður og fleira.

Isavia útvegar öll verkfæri, vinnufatnað, síma og fleira sem þarf til að sinna starfinu.

Helstu verkefni:

  • Almenn rafvirkjastörf (smáspenna)
  • Viðhald eigna og bilanagreining
  • Eftirlit eigna
  • Styður við uppsetning eigna
  • Skráning viðhaldssögu
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í rafiðngreinum
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Frumkvæði, þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Metnaður og vandvirkni í starfi

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2024

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Óskarsson eða Þórhildur Gunnarsdóttir, í gegnum netföngin sveinn.oskarsson@isavia.is / thorhildur.gunnarsdottir@isavia.is eða í síma 8376265/8969353.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt20. september 2024
Umsóknarfrestur4. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar