Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Planari

Hefur þú reynslu af viðhaldsstjórnun og brennandi áhuga á að starfa í krefjandi og lifandi umhverfi? Við hjá Isavia leitum að einstaklingi til að ganga til liðs við okkur í deildina Viðhaldsstjórnun á Keflavíkurflugvelli en hlutverkið heyrir beint undir deildarstjóra.

Isavia hefur það að markmiði að vera leiðandi á sviði flugvallarþjónustu með áherslu á öryggi, þjónustu, sjálfbærni og hagkvæmni. Við leitum því að einstaklingi sem deilir þessari sýn og getur lagt sitt af mörkum til að viðhalda og þróa mannvirki og innviði Keflavíkurflugvallar í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Viðkomandi mun starfa náið með hópstjórum og eignastjórum við skipulagningu og forgangsröðun viðhaldsverkefna. Starfið felur í sér að hafa yfirsýn yfir viðhaldsverk, úrvinnslu beiðna í eignastýringarkerfi og samskipti við lykilaðila innan einingarinnar Mannvirkja og innviða. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptafærni og hæfni til að vinna sjálfstætt með vandvirkni og skipulagningu að leiðarljósi.

Helstu verkefni:

  • Úrvinnsla beiðna í eignastýringarkerfi
  • Yfirsýn yfir viðhaldsverk
  • Skipulagning viðhaldsverka
  • Forgangsröðun verka miða við mannskap viðhaldsteymis og tiltækileika eigna m.t.t rekstur flugvallarins
  • Yfirsýn yfir tiltækan mannafla, tæki og varahluti
  • Samskipti við hópstjóra og starfsfólk Eignastýringar
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði vélfræði, verkfræði, iðnfræði, tæknifræði eða sambærilegt
  • Reynsla af viðhaldsstjórnun og áætlanagerð
  • Þekking eða reynsla af notkun eignastýringarkerfis er kostur
  • Frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði og vandvirkni í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 15.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Gunnarsdóttir, í gegnum netfang thorhildur.gunnarsdottir@isavia.is.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt16. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar