Johan Rönning
Johan Rönning var stofnað árið 1933 af norðmanninum Johan Rönning sem kom upphaflega hingað til lands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.
Í dag starfa hjá félaginu yfir 125 starfsmenn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð, Grundartanga, á Selfossi og Akureyri. Meðalaldur starfsmanna er í kringum 44 ár og er meðalstarfsaldur þeirra hjá félaginu 9 ár.
Johan Rönning hefur 9 ár í röð verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins sjö ár í röð, samfleytt frá 2012 til 2018.
Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu, í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli (BSI ÍST 85:2012).
Verkefnastjóri á stórnotendasviði
Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan og metnaðarfullan einstakling til starfa á stórnotendasviði Johan Rönning. Stórnotendasvið þjónustar marga af stærri viðskiptavinum félagsins, svo sem veitu- og iðnfyrirtæki með sérhæfðan rafbúnað.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi í höfuðstöðvum félagsins að Klettagörðum 25 í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vöruþróun á stórnotendasviði Johan Rönning
- Tilboðsgerð og ráðgjöf
- Sala og þjónusta við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Leiðtogahæfileikar og skipulagshæfni
- Þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði og lausnamiðaður hugsunarháttur
- Reynsla af sölustörfum er kostur
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Íþróttastyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt4. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLeiðtogahæfniMetnaðurSkipulagSölumennskaVerkefnastjórnunÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri umhverfismála
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Velferðarsvið: Ráðgjafi við móttöku flóttafólks
Akureyri
Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Landsnet hf.
Viðhaldsstjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun
Sérfræðingur á sviði samfélags og umhverfis
Landsvirkjun
Operation and Maintenance Engineer
Carbfix
Deildarstjóri á Mannvirkjasviði
Norconsult Ísland ehf.
Forstöðumaður Viðskiptaeftirlits
Íslandsbanki
Ertu rafvirki eða að læra rafvirkjun?
Ljósleiðarinn
DSP development Technician (R&D)
Alvotech hf
Sérfræðingur í úttektum á stjórnkerfistöðlum
BSI á Íslandi ehf.
Rafvirki
Isavia ANS