Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri þróunar- og uppbyggingar

Isavia leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra sem hefur gaman af hugmyndavinnu til að sinna þróunar- og uppbyggingarverkefnum á Keflavíkurflugvelli. Verkefnastjóri þarf að sýna frumkvæði og hafa áhuga á að greina mismunandi tækifæri fyrir Keflavíkurflugvöll og einnig að fylgjast með þróun og uppbyggingu annarra flugvalla á heimsvísu. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og þekkingu af verkefnastýringu.

Þróunardeild stýrir forhönnun allra stærri framkvæmdaverkefna á Keflavíkurflugvelli og er unnið með innlendum og erlendum ráðgjöfum og hönnuðum að frumhugmyndum og þróunarverkefnum flugvallarins. Þróunardeild ber ábyrgð á þróunar- og uppbyggingaráætlun þannig að þróun flugvallarins sé í samræmi við langtímamarkmið um að hámaka nýtingu og hagkvæmni þeirra innviða sem fyrir eru.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastýring á forhönnun framkvæmdaverkefna
  • Framtíðarmótun innviða og upplifunar á Keflavíkurflugvelli
  • Greiningar og forathugun á verkefnum í samræmi við langtímaáætlanir
  • Móta verklag, innleiða áætlanir og eiga samskipti við hagsmunaaðila flugvallarins
  • Þátttaka í áætlanagerð og greiningu verkefna og öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við stjórnenda
  • Halda utan um þróunar- og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða arkitektúr
  • Verkefnastjórnunarmenntun er kostur
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun og áætlanagerð
  • Reynsla og þekking á hönnun bygginga eða annarra innviða er kostur
  • Reynsla af samráði og samskiptum við hagsmunaaðila í stærri verkefnum er kostur
  • Góð ensku kunnátta í ræðu og riti skilyrði
  • Góð íslensku kunnátta í ræðu og riti er kostur

Starfsstöð: Keflavík og Hafnarfjörður.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar veitir Brynjar Vatnsdal deildarstjóri, brynjar.vatnsdal@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Project manager for Airport Development.

Isavia is looking for an ambitious project manager who enjoys idea creation. The candidate will be responsible for development in a rapidly growing sector at Keflavik Airport. He or she must be able to take initiative and be interested in analysing various opportunities for Keflavík Airport and also follow the development and construction of other airports worldwide. The person in question must have good communication skills and project management experience.

Main tasks:

  • Project management of the pre-design of construction projects
  • Future development of infrastructure and experience at Keflavík Airport
  • Analysis and initial research of projects that coincide with long-term plans
  • Develop work methods, implement plans and communicate with the airport’s parties of interest
  • Participating in planning and analysis of projects and other tasks that might come up in consultation with the superior
  • Overseeing Keflavík Airport’s masterplan and major development plan

Hiring standards:

  • Higher education which suits the position, for example engineering or architecture
  • Project management education is an advantage
  • Experience and knowledge of project management and plan making
  • Experience and knowledge of building design is an advantage
  • Experience of consultation and communication with parties of interest in larger projects is an advantage
  • Good knowledge of written and spoken English is a requirement
  • Good knowledge of written and spoken Icelandic is an advantage

We’re looking forward to your application and to have you join us on this exciting journey.

Workstation: Keflavík and Hafnarfjörður.

Further information can be provided by Manager of Development Department, Brynjar Vatnsdal, upon request: brynjar.vatnsdal@isavia.is

Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar