Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur veitna

Isavia leitast eftir að ráða sérfræðing veitna í deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði veitukerfa og lagna- og loftræsikerfa.

Viðkomandi tilheyrir teymi eignastjóra veitna. Eignir sem tilheyra eignahópi veitna eru mjög umfangsmiklar og spanna allt svæði Keflavíkurflugvallar og nærumhverfis. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi en meðal þess sem tilheyrir eignahópnum eru hita- og hreinlætislagnir, neysluvatnslagnir, loftræsikerfi og kælikerfi, vatnsúða- og snjóbræðslukerfi, dreifikerfi kaldavatns og fráveitu, skólphreinsistöð o.fl.

Helstu verkefni:

  • Þátttaka í daglegum rekstri viðkomandi kerfa
  • Gerð verk- og viðhaldsáætlana og innleiðing þeirra
  • Eftirfylgni með viðhaldi og gerð kostnaðaráætlana
  • Innkaup og kostnaðareftirlit
  • Verkefnastýring þegar við á
  • Skráningar í eignastýringarkerfi Isavia
  • Þáttaka í áreiðanleika- og líftímagreiningum eigna
  • Samskipti við innri og ytri hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Þátttaka í gerð og uppfærslu verklagsreglna og viðbragðsáætlana
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnfræði, byggingafræði, tækni- eða verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Sveinspróf eða meistararéttindi í pípulögnum er kostur
  • Reynsla af rekstri eða hönnun lagna- og loftræsikerfa er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórn, ástandsgreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 15.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir í gegnum netfangið kristin.einarsdottir@isavia.is.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt9. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar