VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Ráðgjafi VIRK á Vesturlandi

VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa. Um er að ræða mjög krefjandi, fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka reynslu og þekkingu á einstaklingsráðgjöf og atvinnulífi. Um fullt starf er að ræða en hlutastarf kemur einnig til greina. Skilyrði er heilbrigðismenntun og starfsleyfi frá landlækni auk mjög góðrar kunnátta í íslensku. Starfsstöð er á Akranesi og í Borgarnesi en þjónustusvæði er Vesturland.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu

Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum

Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK

Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði

Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda og starfsleyfi frá landlækni, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar

Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar

Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund

Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum

Skipulagshæfni og kostnaðarvitund

Góð þekking á vinnumarkaði

Hreint sakavottorð

Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Auglýsing birt30. ágúst 2024
Umsóknarfrestur11. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Þjóðbraut 1, 300 Akranes
Sæunnargata 2a, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar