Álfhólsskóli
Álfhólsskóli
Álfhólsskóli

Þroskaþjálfi eða uppeldismenntaður starfsmaður í frístund

Í Álfhólsskóla eru um 600 nemendur í 1.-10. bekk og um 130 starfsmenn. Skólinn byggir á langri sögu um framsækið og árangursríkt skólastarf. Starfið einkennist af fjölbreyttum kennsluháttum, áherslu á læsi, teymiskennslu og leiðsagnarnám. Allir nemendur skólans eru með spjaldtölvur. Álfhólsskóli er fjölmenningarlegur skóli sem leggur áherslu á inngildingu allra nemenda. Í skólanum eru starfrækt námsver fyrir nemendur með einhverfu. Álfhólsskóli er í innleiðingarferli sem réttindaskóli Unicef. Skólinn hefur mótað eigin skólamenningaráætlun ,,Öll sem eitt". Skólinn er jafnframt Grænfánaskóli og Heilsueflandi skóli.

Einkunnarorð skólans eru : menntun - sjálfstæði - ánægja.

Helstu verkefni og ábyrgð

Álfhólsskóli óskar eftir þroskaþjálfa eða uppeldis menntuðum starfsmanni í 70-100% starf til að skipuleggja og halda utan um sérúrræði innan frístundaheimili skólans. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu viðfangsefni:

  • Þróa sérúrræði innan frístundarheimilis.

  • Styrkja og halda utan um faglegt starf innan frístundar skólans og umsjón með sérúrræði frístundar.

  • Tryggja að velferð og líðan nemenda sé ávallt höfð í fyrirrúmi.

  • Sér um skipulag úrræðis t.d. áhugasviðsverkefni, þema, vettvangsferðir og útdeila verkefnum til starfsfólks sem starfar með nemendum.

  • Regluleg foreldrasamskipti.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í þroskaþjálfun eða uppeldismenntun. 

  • Áhugi á skólastarfi, kennslu og vinnu með börnum með sértækan vanda.

  • Áhugi á þróunarstarfi æskilegur.

  • Reynsla að  vinnu með börnum æskileg.

  • Jákvætt viðmót og góð samstarfs- og samskiptahæfni.

  • Góð íslenskukunnátta.

  • Leikni í samstarfi.

  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagsfærni æskileg.

Fríðindi í starfi

Frítt í sund í sundlaugum Kópavogs

Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Álfhólssvegi 100
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar