VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Sérfræðingur í miðlun upplýsinga og fræðsluefnis

VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi í nýtt starf í miðlun upplýsinga og fræðsluefnis, bæði út á við til þjónustuþega, samstarfsaðila og fyrirtækja sem og inn á við til starfsfólks. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka reynslu og þekkingu á miðlun upplýsinga á vef og samfélagsmiðlum. Um fullt starf er að ræða. Skilyrði fyrir ráðningu er mjög góð kunnátta í íslensku og ritfærni.

Helstu verkefni og ábyrgð

Miðlun upplýsinga og fræðsluefnis á rafrænu formi til þjónustuþega, samstarfsaðila, starfsfólks og almennings

Umsjón með tæknilegri framkvæmd á miðlun upplýsinga og fræðsluefnis

Greining á fræðslu- og upplýsingaefni í samstarfi við sviðsstjóra og verkefnastjóra

Halda utan um fræðsluefni, skrá og uppfæra

Margvísleg verkefni á sviði miðlunar og forvarna

Samvinna og þróunarstarf þvert á starfsemi VIRK

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Reynsla, þekking og tæknileg kunnátta í miðlun upplýsinga og fræðslu

Gott vald á íslensku og ensku, sérstaklega í riti

Áhugi á starfsendurhæfingu og forvörnum

Góð þekking á vinnumarkaði

Æskileg þekking á notkun fræðslukerfa

Góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund

Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

Skipulagshæfni og kostnaðarvitund

Hreint sakavottorð

Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur29. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar