Garðabær
Garðabær
Garðabær

Félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu

Velferðarsvið Garðabæjar óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í barnavernd
Velferðarsvið Garðabæjar sinnir allri félagslegri þjónustu í sveitarfélaginu, sem telur um 20.000 íbúa og fer ört stækkandi. Á sviðinu er lögð áhersla á að þjónustan einkennist af fagmennsku, áreiðanleika og jákvæðni.
Félagsráðgjafi í barnavernd vinnur að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála og í þverfaglegum teymum. Tækifæri eru til starfsþróunar og góður starfsandi á sviðinu.
Um tímabundið starf er að ræða með möguleika á fastráðningu. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Vinna við könnun og meðferð mála samkvæmt barnaverndarlögum
•    Viðtöl, ráðgjöf og stuðningur við börn og fjölskyldur 
•    Skráning upplýsinga og gerð umsókna 
•    Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning
•    Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu mála 
•    Teymisfundir og aðrir fundir sem tengjast starfinu
•    Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Starfsréttindi sem félagsráðgjafi (leyfisbréf fylgi umsókn)
•    Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar, uppeldisráðgjafar eða fjölskyldumeðferðar er kostur
•    Þekking og reynsla af starfi í barnavernd er kostur
•    Geta til að vinna undir álagi í krefjandi starfsumhverfi 
•    Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
•    Lausnarmiðað viðhorf og lipurð í mannlegum samskiptum
•    Gott vald á töluðu og rituðu íslensku máli, íslenskukunnátta B2 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma)

Hlunnindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FélagsráðgjafiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar