Hitt húsið
Hitt húsið

Atvinnuráðgjafi í Hinu Húsinu

Atvinnumáladeild Hins hússins leitar eftir að ráða metnaðarfullan, jákvæðan og drífandi einstakling í starf atvinnuráðgjafa. Starfsmaður mun starfa í teymi að verkefnum sem snúa að því að styrkja stöðu ungs fólks á vinnumarkaði.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 1. ágúst 2025. Ráðið verður í stöðuna frá 15. október nk. eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Kamma Einarsdóttir í síma 4115518 eða í gegnum netfangið atvinnumal.hitthusid@reykjavik.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Atvinnuráðgjöf.

·       Samskipti við fyrirtæki og stofnanir vegna starfsþjálfunarhluta virkniúrræða fyrir ungt fólk án atvinnu.

·       Markaðsmál atvinnumála ungs fólks.

·       Þróun og framkvæmd verkefna sem styrkja stöðu ungs fólks á vinnumarkaði.

·       Samskipti og samstarf við ungt fólk og samstarfsaðila.

·       Önnur samstarfsverkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólamenntun á sviði félags- eða menntavísinda eða sambærileg menntun.

·       Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg.

·       Reynsla af starfi með ungu fólki.

·       Hæfni í mannlegum samskiptum.

·       Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

·       Góð tölvukunnátta (þekking á SAP mannauðs- og launakerfi kostur).

·       Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.

·       Íslenskukunnátta.

Auglýsing birt9. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Rafstöðvarvegur 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar