Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur

Heilsu- og tómstundafulltrúi óskast

Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir að ráða heilsu- og tómstundafulltrúa í 100% starf.

Leitað er eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf í samfélagi í miklum vexti.

Heilsu- og tómstundafulltrúi ber ábyrgð á tómstundamálum sveitarfélagsins og hefur forystu um verkefnið Heilsueflandi samfélag á vegum sveitarfélagsins. Hann annast einnig stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun og þróunarstarf í heilsu- og tómstundatengdum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun, skipulag, stefnumótun og samræming heilsu- og tómstundamála sveitarfélagsins.
  • Starfsmaður Ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, frístundaklúbbs og félagsmiðstöðvarinnar Zetor.
  • Verkefnastjórn vegna heilsueflandi samfélags.
  • Umsjón með starfi eldri borgara og samráðshópi um málefni eldri borgara.
  • Samskipti, samráð og upplýsingagjöf er varða starf við börn, ungmenni og foreldra.
  • Hefur umsjónmeð og samræmir forvarnarstarf, einkum er snýr að börnum og ungmennum.
  • Hefur frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að efla tómstundamál og heilsueflandi verkefni í Grímsnes- og Grafningshreppi. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Góðir leiðtogahæfileikar.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af tómstundastarfi.
  • Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Stundvísi og reglusemi.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Reynsla og þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga kostur.
  • Hreint sakavottorð.
Fríðindi í starfi

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 

Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Stjórnsýsluhúsið Borg, 805 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar