Sveitarfélagið Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð
Sveitarfélagið Dalabyggð

Lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar - 100% staða - nýtt starf

Dalabyggð – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 23.09.2024

Dalabyggð auglýsir stöðu lýðheilsufulltrúa til umsóknar. Um er að ræða nýtt 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð lýðsheilsufulltrúa Dalabyggðar:

  • Fagleg og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi nýrra íþróttamannvirkja í Búðardal sem og á íþróttaaðstöðu utanhúss, á félagsheimili í Búðardal og á félagsmiðstöð.
  • Þróa og stýra íþrótta-, lýðheilsu- og tómstundamálum ásamt forvörnum, verður forvarnarþátturinn unninn í góðu samstarfi við félagsmálanefnd og starfsmann hennar.
  • Fagleg ráðgjöf eftir föngum við þau félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Dalabyggð.
  • Leiða stefnumörkun um viðfangsefni sviðsins í málaflokknum með fagnefndum og sveitarstjórn.
  • Ábyrgð á æskulýðsstarfi, vinnuskóla, sumarnámskeiði  sem og leikvöllum.
  • Samstarf við félagasamtök og aðkoma að ýmsum viðburðum á vegum sveitarfélagsins í samstarfi og undir stjórn verkefnastjóra/staðgengils sveitarstjóra.
  • Utanumhald varðandi framboð á lýðheilsutengdum þáttum í sveitarfélaginu hverju sinni og eftir árstíðum, s.s. eins og íþróttaæfingum, íþróttaskóla, skátastarfi og þ.h. þannig að framboð verði aðgengilegt á heimasíðu Dalabyggðar.
Menntunar- og hæfniskröfur

Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur fyrir starf lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði kennslu, lýðheilsu, íþrótta og tómstunda.
  • Reynsla af íþrótta- og tómstundastarfi er kostur.
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er kostur.
  • Leiðtogahæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti, kostur ef til staðar er gott vald á enskunotkun.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Auglýsing birt30. ágúst 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Miðbraut 11, 370 Búðardalur
Miðbraut 10, 370 Búðardalur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar